Farastjóraleikur.

Ég hef ekki haft tíma til að blogga um hríð því ég fór að vinna sem farastjóri;-) Bara í tvær vikur, en það er alveg nóg. Er að þjálfa nýiða til starfsins ásamt því að vera ábyrg á því að hjólið snúist. Það kom mér dálítið á óvart þegar gamla stressið náði tökum á mér, gerði mér ekki grein fyrir þeirri einföldu staðreynd að ég vinn alltaf of mikið í þessu starfi. En, hvað um það. Nú þegar klukkan er að verða 18.00 á sunnudegi er ég á förum af skrifstofunni þar sem ég er búin að vera síðan í morgun, ég nefnilega tók mér ekki frí frá ESPIS til að fara í farastjóraleikinn, svo bæði störfin hafa tekið upp daginn í dag.

Við vorum í Eurovision partý í gærkvöldi hjá Birgittu og Helga vinum okkar, mjög gaman og við vinkonurnar lögðum báðar til matinn. Eurovision er nú bara fyndnasta fyrirbæri sem ég hef séð, en skemmtilegt að fylgjast með þegar stjórnmálin færast yfir á léttari sveiflur. Ísland var mjög gott.

Sigga Rúna tengdadóttir mín á afmæli í dag!!! hún er 30 ára:-) Til hamingju gulið mitt.

Fært undir .

3 ummæli við “Farastjóraleikur.”

 1. Sigga Rúna ritaði:

  Takk fyrir kveðjuna herfa, en mér fynnst ég samt ekki mjög GUL :-) bara nokkuð húðlituð …hihihi…. og ný hrukka í dag!
  Takk Gullið mitt :-)

 2. Jón Reynir Svavarsso ritaði:

  Það er öruglega erilsamt að vera í fararstjórn ,og þar trúi ég að þurfi að hugsa fyrir mörgu ,og ekkert má klikka ,og kanski ekkert skrítið að þú hafir fengið smá kvíða,þó að þú sért öllu vön við slíkt starf. En maður fær eitthvernvegin gott traust á fararstjóranum,þegar maður er allavega í útlöndum.

 3. Kristín mágkona ritaði:

  Til hamingju með 30 ára afmælið Sigga Rúna :)