Magnaður kvöldverður.

Alveg fór kvöldið öðru vísi en ég átti von á. Gabriel hringdi áður en hann kom heim og sagði að vinurinn sem von var á í kvöldmat kæmi með vinkonu með sér. Gott og vel, ég þurfti því að úndirbúa “para” kvöld í stað þess að hafa tvo karla á terrasinu borðandi saman og ég kíkjandi af og til á þá. Maturinn var reyktur lax, grafinn lax+sósan, hangikjöt, íslenskur kavíar, harðfiskur, flatkökur og brauð sem ég bakaði í morgun. Ég setti líka paté og bláberjasultu og multe sultu sem ég keypti í Noregi í fyrra. Gestirnir mættu með vínin því það átti líka að smakka ýmis rauðvín, og eftirréttinn, dýrindis ávaxtaköku. Eins og venjulega var mikil hrifning yfir matnum, sérstaklega þó í þetta skipti þar sem vinurinn er mikill aðdáand lax og hélt að ekki væri til betri reyktur lax en sá norski. Hann var fljótur að skipta um skoðun í kvöld. En það sem var skemmtilegast var þegar komið var að eftirréttinum. Ég átti íslenskan rjóma og skyr sem mér var fært um daginn, rjóminn var auðvitað sjálfsagður með kökunni og okkur datt í hug að bjóða líka upp á skyrið. Þetta var slíkt hitt;-) sérstaklega rjóminn. Ég áttaði mig fyrst á því í kvöld að Spánverjar þekkja ekki ferskan rjóma, hér er bara G-rjómi sem kanske skýrir það að ég hef ekki borðað rjóma frá því ég fluttu frá London. Hvað finnst ykkur um skyr og rjóma og rauðvin drukkið með??? En gestirnir okkar gátu ekki hætt að borða rjómann og fóru að blanda sultunum saman við og þótti það algert sælgæti.

Það sem mér þykir magnaðast í kvöld er að ég þurfti að búa 14 ár í burtu frá Íslandi og fatta þá loks hina hreinu mjólkurvöru sem þar þykir sjálfsögð.

Þetta er álíka og ávextirnir sem við tínum af trjánum og smakkast svo mikið betur en þeir sem fást t.d. á Íslandi því okkar ávextir hafa aldrei komist í snertingu við eitur og rotvarnarefni.

Svo nú fer ég í háttinn með rjómabragð í munninum, ég hafði alveg gleymt hvernig hann smakkast:-)

Fært undir Matur.

3 ummæli við “Magnaður kvöldverður.”

 1. Sigga Rúna ritaði:

  Ummæli um rjóma; Daníel mundi segja að hann væri góður með öllu!(rjóminn)! En jú ég fell fyrir því þegar hann blandar honum í ýmsar kræsingar á borð við pasta eða lasagna… en nota bene.. ég vil bæta við, ekki drekkja íí…
  Kristín, allt sem bragðast eins og rjómi eða kemur fyrir eins og slíkur á ekki heima við Rauðvín eða annað vín!! Þegar þú ert með mjólkur/rjomaskán á tungunni…þá langar þig ekki í ávaxtaríkt vín eins og hvítt eða rautt…Það er staðreynd! Eina sem fer vel með slíku að mínu mati er Baileys og svipuð trúfélög :-)
  En hvað veit ég… Grand marnier..er óvinurinn…;-)

 2. Sigga systir ritaði:

  Sammála nöfnu minni í Hólminu, með rjóma og ekki síður skyrinu passar engan veginn rauðvín það kallar bara fram flökurleika. Mjólkurvörur eru hvergi í heiminum eins góðar og á Ísalandinu okkar besta :)
  Knús frá Hellulandsfólkinu :) :)

 3. Jón Reynir Svavarsso ritaði:

  Okkar mjólkurvörur eru verulega góðar ,og rjóminn er góður með verulega mörgu ,en ekki veit ég kvort rauðvínið á samleið með skyri og rjóma ,allavega held ég að það virki ekki á mann saman ,því fitan í rjómanum aftrar því að vínið virki eins á fólk.