Föstudagsmorgun.

Ég er heima í dag:-) var reyndar heima eftir hádegi í gær líka og hvílík sæla. Í gærmorgun sótti ég í pósthúsið pakka sem beið mín, það voru 5 Gestgjafablöð. Ég er áskrifandi Gestgjafans og hafði bara fengið fyrsta tölublað ársins svo ég hringdi á skrifstofu þeirra og yndsleg ung kona fann út að eitthvað hafði heimilisfang mitt skolast til hjá þeim, svo hún bauðst til að senda mér þau blöð sem mig vantaði. Æði. Þar sem ég þurfti að fara 2 ferðir á heilsugæsluna í gærmorgun hafði ég blöð með mér og eftir að heim kom gleymdi ég mér í þessum himnesku blöðum.

Nú í morgun (kl. er 10,00) er ég búin að horfa á fréttir, lesa mbl.is og nokkur blogg, strauja, setja í þóttavél og hnoða í 3ja korna brauð sem er í hefun. Ekki að ég sé neitt að monta mig;-)heldur bara leyfa ykkur að njóta með mér. Það er hreint ótrúlegt hvað það er dásamlegt að mega vera heima og gera það sem mann langar til. Þetta væri ekki svona skemmtilegt ef ég þyrfti a þrýfa…hér kemur kona einu sinni í viku og sér um þá deild og hún er hreint frábær. Allt gler í gluggum pússað, terrasið þrifið eins og um stofu væri að ræða ofl. Þetta er rússneks Babuska sem hefur unnið hjá okku í nokkur ár við þrif íbúða. Birgitta vinkona mín ætlar að koma í hádegismat til mín og Gabriel er búin að bjóða vini sínum í kvöld, í íslenskan reyktan og grafinn lax, hangikjöt og flatkökur, og Brennivín. Ætli ég læði ekki einhverju fleiru á borðið. Þeir fara trúlega síðan út að hitta fleiri karla og hafa gaman…

Ég var aldrei farin að segja ykkur frá gróðurhúsaferð okkar hjóna. Það eru komnar einar 3 vikur síðan við skelltum okkur á laugardegi og keyptum blóm og plöntur. Jarðaberja plöntur standa nú í röð í löngum potti og erum við farin að fá nokkuð af berjum, 2 stykki flott kirsuberjatómata tré/plöntur og er heilmikið af tómötum orðnir rauðir. Á eftir ætla ég að tína þá fyrstu í salatið okkar Birgittu. Ýmis konar krydd plöntur keyptum við líka, svo nú er lífið eins og áður, við förum út á terras eftir kryddum og fleiru í salötin og matargerð. Nú og blóm, blómstrandi fallegum litum.

Það eina sem ég get nöldrað yfir í dag er veðrið, það er ekki alveg að gera sig. Hann getur ekki ákveðið hvort hann ætlar að rigna eða hleypa sólinni að. Í morgun skein sól, núna er grátt og komin smá vindur. En nú þarf ég að  halda áfram með brauðgerðina.

Eigið góðan dag:-)

Fært undir .

2 ummæli við “Föstudagsmorgun.”

 1. Sigga systir ritaði:

  Hæ systa. Já það er sko yndislegt að fá einn og einn dag heima og gera það sem mann langar til. Lýsingin á því sem þú hefur gert í dag minnir mig á gömlu dagana þegar þú bjóst í Snælandinu og síðar Þverárselinu, ein myndarleg húsmóðir alltaf að baka, gera góðan mat og sinna heimilinu.
  Ég hugsa líka stundum þegar að því kemur að ég hætti að vinna ca. 60+++ ára (ef Guð gefur að ég nái því) hvað það verður margt sem hægt verður að dúlla sér í. Þó svo að nú sé frábær tími hjá mér, vinna, nám, góð heilsa og god family. Allir kaflar í lífinu hafa sinn sjarma og því ekki að njóta hvers þeirra.
  Kristbjörg Þöllin frænka þín er búin í prófum og lokaballið í Kvennó var í gærkvöldi—rosa stuð–þær voru fimm vinkonurnar hér hjá okkur að hafa sig til fyrir kvöldið. Þú getur ímyndað þér tilstandið :)
  Hjörleifur minn byrjar í prófunum sínum í næstu viku.
  Ætla ekki að gleyma aðalfréttinni MÁNI krúttið okkar er eins árs í dag og hann fékk uppáhaldið sitt í matinn lifrarpylsu :)
  Kv. Sigga

 2. spanjola ritaði:

  Til hamingju með afmælið Máni litli. Bráðum hættirðu að vera hvolpur!:-)