Andlaus bloggari.

Eitthvað er ég búin að vera andlaus síðan ég datt um daginn. Ég hef átt anstyggilega viku þegar kemur að fætinum. Gaf mér auðvitað ekki tíma til að vera heima einn dag, svo allt sem ég hafði upp úr því var að bólgna og bólgna og horfa eftir marinu færast niður eftir fætinum. Á sunnudaginn tók svo sárið upp á því að opnast aftur og er ég nú á leið til læknis í eftirmiðdaginn. Það skemmtilegasta í þessari sögu eru komment samskipti Siggu Rúnu (kökuskrímslisins) og mín neðan undir hrakfallabálkinum. Sigga systir sneri sig illa á ökla (og má lesa um það í kommentunum). Hún þurfti að fara í myndatöku í dag til að athuga hvort brot á ökla hafi raskast, svo við systur erum jafn valtar á fótunum. Undir áhrifum eða ekki;-)

Annars var helgin fín, ég sat með fótinn hátt og horfði á sjónvarp, las og vann í tölvunni. Eldaði reyndar á laugardagskvöldið fyrir okkur og strákana, það var mjög gaman. Svo bara horfði ég á meira sjónvarp…

Við sáum nokkrar góðar myndir hjónakornin, ein stóð upp úr, Mr. Brooks. Hreint ótrúlega vel gerð mynd um stórlax í viðskiptum sem er geðklofi. Kevin Costner, Demi Moore og William Hurt. Mæli með henni.

Rigningunni lauk um helgina, en mikið eru allir glaðir að hafa fengið vatn í vatnsbólin og á jörðina. Það er slík vöntun á vatni hér í Valencia héraði. Og ekki bara hér. Í morgun sigldi geysi mikið tankaskip inn til Barcelona fullt af vatni. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist og von er á öðru seinna í vikunni. Allar þessar sundlaugar, hótel og allt það sem tilheyrir stærstu atvinnugrein landsins tekur sinn toll.

En, lífið á Spáni er yndislegt.

Fært undir .

Ein ummæli við “Andlaus bloggari.”

 1. Sigga Rúna ritaði:

  hæ skvís, vona að fóturinn fari að lagast, en þú verður líka að hlífa þér svolítið, það flýtir fyrir batanum. Annars er ég álíka þrjósk og þú þegar kemur að meiðslum. átti að hlífa mér eftir erfiðan tíma í sjúkraþjálfun í gær, en gerði það ekki :-(
  Er hálf andlaus líka (vín-andinn er fastur í rauðvínsflösku sem ég fékk gefins frá mági mínum og stendur á borðinu :-) hihihiiiii hahahahaaaa
  Er að vinna sporin og flaskan fær að bíða betri dags :-)
  Sammála með Mr. Brooks, mjög góð.
  Mæli með mynd sem heitir Juno, hún er æði. Um 16 ára stelpu sem verður ófrísk, frábær karakter og fín mynd.
  Er að drekka vatn og hugsa til ykkar, heyrumst. besos.