Hrakfallabálkur.

Það fer nú að verða árlegur viðburður hjá mér að slasa á mér fæturna. Sem betur fer þó bara annan í einu, nema með einni undantekningu sem ég bloggaði um. Það var fyrir nokkuð löngu þegar ég var á leið niður stiga með sonarsyninum og mömmu hans hér í byggingunni að ég tók á loft rétt eins og ég væri Superman. En í fyrradag var ég að tipla á háum hælum (sem er ekkert nýtt) niður hallan frá skrifstofunni okkar og hvað? Rann á öðrum hælnum og steyptist í götuna. OG…eins og alltaf verður meira úr meiðslunum en ég held í fyrstu. Skurður og blóð, ég þreif það á skrifstofunni þar sem við höfum sjúkurakassa og dittaði að handlegg og lófum sem reyndu að bera fallið. Í gær var ég svo eins og 100 ára í hreyfingum, handleggirnir og bakið fengið meiri slynk en ég gerði mér grein fyrir. OK, en í dag? Komin með ígerð eina ferðina enn og fóturinn er eins og fílafótur. Ég baða og baða blessað hnéð úr sótthreinsandi og ber bólgueyðandi á fótinn því ekki ætla ég að þurfa að fara á spítalann né missa úr vinnu;-)

Og, þetta er ekkki nóg, það er búið að hellirigna í allan dag. Vöknuðum um kl. 05.00 í morgun við slíkar þrumur að halda hefði mátt að verið væri að gera sprengjuárás á húsið. En nú hefur stytt upp og vonandi skýn sólin á morgun, ef ekki, þá hefur gróðurinn og vatnsbólin gott af rigningunni.

Nú ætla ég að hætta að kvarta og fara í rúmmið, Gabriel fór á fund í Valencia í eftirmiðdaginn og kemur varla heim fyrr en seint. Svo, góa nótt elskurnar mínar.

Fært undir .

7 ummæli við “Hrakfallabálkur.”

 1. spanjola ritaði:

  tjekk á síðunni

 2. spanjola ritaði:

  Ummæli :
  Hæ snúlla mín leitt að heyra með meiðslin þín. Vona að þetta jafni sig fljótt. Passaðu þig á þessum hælum þínum (ein öfunsjúk sökum stærðar sinnar og er því ekki á hælum).
  Annars er ég líka eins og gamalmenni í hreyfingum því um daginn var ég að spila handbolta (sem að ég æfði í nokkur ár á yngri árum) en hafði gleymt því að ég var ekki tventí fæf lengur. Þannig var að það var uppskeruhátíð hjá Hjörleifi í handboltanum og á hátíðinni tóku foreldrar leik á mót drengjunum (sem eru flestir að nálgast 1.80 í hæð). Og þar sem ég er ekki tventí fæf gat ég snúið mig á löpp þannig að upp tóku sig gömul meiðsl eftir fótbrotið um árið (þú mannst þá sögu, margar vikur ómeðhöldlað). Og nú ætla ég ekki að pína mig meira er búin að fá tíma hjá bæklunarlækninum sem ég var hjá um árið…….. Við erum skrautlegar SYSTUR :) BLINDUR LEIÐIR HALTAN……..Knús til þín og farðu vel með þig. Þín systa.

 3. Sigga systir ritaði:

  Hæ gullið mitt. Takk fyrir símatalið áðan. Gott að heyra að þér líður ögn betur. Dalli, Tara Kristín og Guðjón komu í bæinn í dag og Dalli og fjölskylda fóru aftur vestur. Skottan litla alltaf jafn skemmtileg yndisleg snúlla.
  Haltu áfram að halda kyrru fyrir svo þú jafnir þig fyrr.
  Heyrumst fljótt aftur……. þín Sigga :)

 4. Sigga Rúna ritaði:

  Skvísa!!! Ég mæli með flatbotna og edrúmennsku, það er það eina sem virkar fyrir mig og mína. Eins og ég vildi geta gengið á háum hælum að þá er ég visst fegin að geta það ekki :-) Passaðu þig í tröppunum og farðu varlega!!!
  Mundu ferlið; setja varlega einn fótinn framfyrir hinn :-)
  luvjú. S.

 5. spanjola ritaði:

  Sigga Rúna.
  Hvað meinarðu með edrúmennsku;-) ég datt fyrir utan skrifstofuna kl. rétt fyrir 12 á hádegi. Ég lem þig næst þegar við hittumst.
  KB

 6. Sigga Rúna ritaði:

  Vertu ekki svona viðkvæm elskan, virkar bara fyrir mig þannig. Ef þú hefur í hótunum með að lemja mig, þá hætti ég að kommenta með gríni :-)
  Ég man samt eftir hádegisbarnum á Spáni,hihihiii mér þótti ekki slæmt að geta fengið mér öl með matnum eða vínglas…hihihih
  Meira er grínið tengt sporavinnu Al-anon :-)
  heyrumst, S.

 7. spanjola ritaði:

  Hæp elskan,

  Ég r ekkert viðkvæm:-) þú veist það, en hádegisbarinn hefst ekki fyrr en kl 14.00.
  Herfur lemja ekki aðrarn herfur, og hér er ein sem bíður í ofvæni eftir þér.
  Besos, er að fara á barinn, kl. er 17.00.