Vaktarlok.

Jæja, þá er komið sunnudagskvöld og ég búin að vera á vakt um helgina. Haft meir en nóg að gera. Fékk m.a. stóran hóp manna (Breta) í dag sem eru komnir í vikufrí, m.a. til að spila golf. Þeir leigja 9 íbúðir hjá okkur og er það auðvitað hið besta mál, en það sem er svo skemmtilegt við þetta er, að ég er komin í gamla hlutverkið aftur. Þ.e. að skipuleggja afþreyingar og loka hófið þeirra sem verður á laugardagskvöldið kemur. Þá verða þeir með verðlauna afhendingu og fleira skemmtilegt. Það er ótrúlega gaman að standa í þssu, redda rútum til og frá golfvöllum, setja upp kvöldin fyrir þá og panta borð hér og þar. Fá tilbreytingu af og til.

Við vorum þó svo heppin að ég gat tekið spænskan matartíma í dag, svo við buðum Gaua sem er “grasekkill” þessa dagana í mat á spænskum veitingastað sem við höldum mikið upp á og er á ströndinni. Borðuðum Paellu sem aðalrétt. Smotterí á undan eins og vaninn er hér og eftirrétti. Drukkum mjög gott hvítvín frá uppáhalds héraðinu okkar, Ribero del Duero.

Binni og Guðjón eldri eru á Íslandi eins og ég hef kanske sagt áður, Binni kemur heim á miðvikudaginn en GÓ verður nokkrar vikur, allt óráðið um það.

Nú er ég að hugsa um að skríða í rúmmið, þreytt eftir hlaupin um helgina. Ó, mig langar svo að fara að komast í burtu eina helgi. Er að stinga því að Gabriel að fara til Zaragoza í sumar þegar búið verður að opna EXPO. Hann tekur bara vel í það:-)

En þar til verðum við á okkar stað, hægt að ganga að okkur hér.

Góða nótt.

Fært undir .

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.