Sólbaðsdagur:-)

Það var svo indislegt að vakna og þurfa bara ekkert að gera, setja í eina þvottavél, en hvað er það? Ég borðaði morgunmatinn úti á terrasi og er nú komin á bikini og ætla að leggjast í sólbað. Gabriel þurfti að fara á fund svo ég á mig sjálf þar til hann kemur heim. Ég hef mikla löngun til að fara í gróðrastöð seinna í dag og verða mér út um mold og potta, þarf að umpotta trjám, en hvort við ráðumst í það eða fáum garyrkjumanninn veit ég ekki enn. Og, ef maður fer á annað borð í gróðrastöð þá kaupir maður nú plöntur og jafnvel kryddjurtir. Tómatplantan mín lagði upp laupana og ég hef ekki séð ástæðu til að setja niður fræ, held bara að ég kaupi myndalega plöntu.

Vínsmökkunin í gær var mjög skemmtileg, smökkuð voru 4 rauðvín og 2 hvítvín frá vínhúsi í Rioja. Eftir að hafa farið mjög faglega í gegnum smökkunina og hvert vín rætt til botns, þefað og bragðað, var boðið upp á osta, skinku og fleira góðgæti og við hvött til að klára allar flöskur sem opnar voru. Það gekk eðlilega mjög vel. Sirka 20 manns voru viðstödd smökkunina. Síðan fluttum við okkur upp í súpermarkaðinn og versluðum ýmisleg nammi gott+vín og héldum heim í leigubíl með fenginn. Áttum svo “gourmet” kvöld heima. Nei, við vorum ekki timbruð í morgun.

Góða helgi öll saman.

Fært undir .

Ein ummæli við “Sólbaðsdagur:-)”

 1. Sigga Rúna ritaði:

  Vá, öfund,öfund…..
  Sól, bikiní, hiti, gott vín…
  Gott líf,, njóttu þess í botn.
  Hér er grátt, kalt og hvasst, inni kósí dagur :-)
  Að vísu bakaði ég vöfflur í morgunmat, því það er nammidagur!
  Og já, það fóru nokkrir súkkulaðibitar í eina desertvöfflu :-)
  Innidagar eru líka fínir, mega bara ekki vera of margir.
  Hafið það gott í sólinni. Besos,Sigga, Daníel og Tara Kristín.