Kökuskrímslið hf. í Stykkishólmi. Uppskriftir.
20. apríl 2008 — spanjolaÍ eldhúsi einu í Stykkishólmi er mikið bakað. Húsmóðirin og dóttir hennar baka og baka, pabbinn eldar mat. Bökunardeildin í húsinu er kölluð Kökuskrímslið hf. Það er auðvitað bara grín, en öllu gríni fylgir einhver alvara. Svo kanske verður til bakarí eða kaffihús með þessu nafni í Stykkishólmi. Nú, í nýlegu bloggi hjá mér biður húsmóðirin um uppskriftina af Nan brauði. svo hér kemur hún.
NAN brauð: 225 gr. hveiti með lyftidufti (self raising flour), 1 stk, 6 gr. poki ger, 1/2 msk. salt, 2 msk. hreint jogurt, 1. msk. olía, 4 ms. volg mjólk eða vatn. Blanda öllu saman og láta hefast undir klút í ca. hálftíma. Þegar hefun er lokið þá er að hnoða vel þannig að deigið verði mjúkt. Búnar til litlar kúlur og flattar út, bakað undir grilli ca. 2 mín. á hvorri hlið. Pensla með olíu eða smjöri þegar kökurnar koma undan grillinu. Ég bý gjarnan til “samloku” úr tveim deigkökum, set ost á milli og loka vel börmunum. Mjög gott er að blanda hvítlauk, koriander eða öðru í ólíuna áður en penslað er. Ég leik mér gjarnan með Nan, bæði nota ég lifandi ger og í pokum og engan poka á ég sem er 6 gr. Svo í raun er bara að leika sér þar til þið eruð orðin ánægð. Ég veit að í Kökuskrímslinu er mikið notað spelt hveiti og er það örugglega gott í nan líka.
Með indverskum mat er nan ómissandi og líka finnst mér nánast must að hafa Tomat Chutney, uppskrift sem ég fékk frá Kristínu mágkonu minni. Hér kemur hún.
250 gr. döðlur smátt skornar, 1 dós tómatar, 1 smátt skorinn laukur, 3,5 cm. hakkað engifer, 1 tsk chili duft (þetta má minnka mikið, allt eftir smekk) 1.tsk salt (ég minnka þaö) c msk. vínedik. Allt soðið saman 45 mín. Við erum mikið fyrir vel sterkt en þeir sem eru það ekki endilega minnkið chili duftið, ef þiið notði ferskt chili þá farið varlega. En þetta er ofsalega gott og svo auðvelt.
Í dag var slagur í eldhúsinu mínu, djók!! Þegar kom að því að elda vildum við bæði eiga heiðurinn að matnum. Svo niðurstaðan varð sú að ég gerði forréttinn en Gabriel aðalréttinn. Ég tók 1 kúrbít, skar hann í þrent og hvern hluta síðan í tvennt eftir endilöngu, skóf kjarnan úr hvorum helming og fyllti með Camebert osti, lagði helmingana saman og velti vel upp úr 2 þeyttum eggjum, þaðan fóru þeir svo í brauðmylsnu og síðan djúpsteiktir. Þetta var gott af því við höfðum með blönduð skógarber sem ég lagði í líkjör fyrir jólin. Heldur bragðlítið eitt og sér. Ég hef prófað að skera ca. 1 cm. þykkar sneiðar af eggaldin og smyrja gráosti á milli og matreiða eins. Það er mjög gott ef fólki þykir gráðostur góður, en þetta með Camebertinn er OK.
Gabriel bjó til Fidueá sem er réttur gerður eins og Paella nema hvað í stað hrísgrjóna er notað fínt pasta sem heitir Fidueá. Þetta er framleitt á Spáni og á ekkert skilt við Ítalíu. Reyndar eru miklir hrísgrjóna akrar hér í Valencia héraði og hefur það komið mörgum á óvart því einhvern veginn er hrísgrjóna rækt ekki tengd Evrópu í huga fólks. En Fidueá Gabriels í dag var með rauðri papriku, stórum baunum sem eru í uppskeru þessa dagana og ferskum túnfisk. Ég hef verið með honum þegar hann gerir Paellur og Fidueá öll þessi ár en get ekki nákvæmlega sagt hvað hann gerir. Ég notast sjaldan við uppskriftir en hann aldrei. Henn hefur eitthvað í blóðinu sem gerir hann að meistara í eldhúsinu. Og undanfarið hefur hann verið að koma mér á óvart með grænmetisréttum. Um daginn fyllti hann kúrbít með blöndu sem hann gerði í mixaranum sem hann gaf mér í jólagjöf:-( Honum urðu á þau misstök að gefa mér maskínu í jólagjöf, sem ég hef aldrei notað en hann notar nánast við allt. Svo hver var að gefa hverjum? Hann skar kúrbítinn í tvennt eftir endilöngu, skóf kjötið innan úr en skildi eftir góðan vegg, maukaði saman kúrbítskjötið, feta ost, papriku, gulrót, sömu baunir og við vorum með í dag, egg og einhver krydd. Fyllti svo kúrbítinn og bakaði í ofni. Nammi, namm. Næst þegar þetta verður gert mun ég heimta afrikönsk krydd í, þetta kallaði á slíkt.
Jæja, er ekki komið nóg í bili? Ég á reyndar eftir að gefa ykkur uppskriftina af kjúklingasalatinu frá Siggu systir, ég á eftir að prófa það og blogga um réttinn þegar hann hefur verið etinn.
20. apríl 2008 kl. 21.30
Hlutabréf í Kökuskímslinu hf. verða á uppboði fljótlega, leitast er eftir vel háu tilboði þar sem stefnan er að stækka við sig (í kílóum:-) í húsnæði fyrir bakaríi/kaffihús… Nánar auglýst síðar.
Öllum boðum svarað!
21. apríl 2008 kl. 8.25
Ég pant kaupa fyrstu bréfin, láttu vita þegar uppboð fer fram.
22. apríl 2008 kl. 23.21
Láttu ekki svona kona! Ömmur fá afslátt og borga rest í blíðu