Hundaafmæli ofl.

Sunnudagurinn fór nú aðeins öðruvísi en ég hafði gert ráð fyrir. Ég/við vorum boðin í 1 árs afmæli Dívu sem er lítill fjórfætlingur af hundakyni. Ekki kann ég nú að segja frá tegundinni. En mikið stóð til. Á heimilinu eru fyrir Tara sem er labrador og orðin nokkurra ára og hvolpur sem einnig er kvennkyns, einhver flott tegund sem ég kann heldur ekki að nefna. Afmælið var sem sagt á sunnudaginn og var boðið til veislu. Hundum og eigendum þeirra, við vorum boðin sem sérstakir vinir fjölskyldunnar (við!! erum öll fjölsk. hér). Veitingar fyrir hundana komu frá japönskum veitingastað á Benidorm+nammiskál úr hundabúð. Mannfólkið fékk tapas og góða drykki. EN, ég komst ekki þar sem ég var ekki vel frísk og við hjónin vorum jú að fara á FAME um kvöldið. Hins vegar er ég búin að fá nákvæma lýsingu á veislunni og klæðnaði afmælisbarnsins og “litlu systur”. Báðar voru þær í bleikum tjullpilsum, miklar skvísur. Veislan hafði verið hin skemmtilegasta og efa ég það ekki andartak. Þetta mynnti mig á að Máni (frændi) íslenskur hundur systur minnar verður 1 árs 19. maí. Ég bara vona að hann sendi mér ekki boðskort því það er ekki nokkur von til þess að ég mæti. Annars er Máni verlaunahundur (hvolpur), hann hafði sópað að sér verðlaunum á hundasýningu fyrir stuttu. Til hamingju Máni minn, ég hlakka til aðkynnast þér.

Þó lasleikinn hafi hrjáð mig gerði ég mig nú fína fyrir leikhúsið. Við mættum hjónin, flott og fín, vel í tíma og hvað??? Stúlkurnar við dyrnar horfðu á okkur eins og við hefðum dottið niður úr fröken Mána, þ.e. tunglinu sem er kvenkyns í spænsku. FAME er ekki á dagskrá hér í dag. Nú, hvernig getur það verið, ég er búin að kaupa miða, stundi bóndinn. Já, það er fyrir 30.mars, þau verða með sýningar hér í lok mánaðarins, (AULAR) hugaði hún örugglega. Við hins vegar sprungum úr hlátri og fórum að fá okkur að borða. Lasleikinn minn ákvað svo um nóttina að verða að veikindum, bæði upp og niður. Ég mætti auðvitað í vinnu í gær og var alls ekki hress, fór heim kl 18.00 og beint í rúmmið þar sem ég hristist og skalf undir sænginni allt kvöldið og fram eftir nóttu, að ógleymdum öllum ferðunum á WC. Mætti aftur í morgun og er hér enn, líður ekki vel en þó skárr en í gær.

Á morgun verð ég í fríi fyrir hádegi (er að fara að undirbúa veislu) en segi frá henni síðar. Eftir hádegi er meiningin að ég fari með Gabriel til Alicante og eyði deginum þar meðan hann er á námskeiði. Síðan stefni ég á að vera á flugvellinum um kvöldi til að kveðja Sjöfn Ólafs. vinkonu mína sem nú hefur tekið sér bólfestu hér fyrir sunnan en þarf að skreppa “heim”. Hvort af Alicante ferðinni verður ræðst af heilsufari mínu. Sem betur fer hefur mér ekki tekist að smita neinn í kringum mig, enn sem komið er alla vega. 

Er að lesa bókina Hús úr húsi sem ég bloggaði um fyrir stuttu. Meiriháttar bók, á fáar blaðsíður eftir og get ekki beðið eftir að komast heim til að klára hana. Endilega verðið ykkur út um bókina á safninu. Hún vekur upp margar spurningar sem heilnn fær að böglast með.

Góða nótt. 

Fært undir .

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.