Ummæli.

Hei, mér datt í hug þegar ég var að skoa bloggið hennar Þóreyjar áðan og kommentaði á það, hvað fáir hafa eitthvað að segja við bloggið mitt. Er ég svona leiðinleg eða eru bara allir svona glaðir og finnst engin ástæða til að leggja neitt til málanna? Endilega sendið mér línu ef þið nennið.

Fært undir .

Ein ummæli við “Ummæli.”

  1. Kristín mágkona ritaði:

    Elsku nafna. Kannski er það bara andleysi okkar snjóþyngdu Frónbúa sem veldur skrif-teppu ?? Kíki u.þ.b. vikulega á bloggið þitt og er stundum lengi að lesa ef þú hefur verið dugleg að skrifa eins og núna. Það á ekki alltaf við að skrifa ummæli við nýjasta bloggið…..t.d. er víst of seint núna að skrifa um hvaða hárgreiðslu þú hefðir átt að fá þér ! Það fer að verða freistandi að færa aðsetrið til Spánar, hér eru vetrarhörkur og tveir synir og fjölskyldur voru veðurtepptir í sólarhring í Vík. Bestu kveðjur til ykkar allra.