Hlaupársdagur.

Ég las það í morgun að árið 1288 hafi verið lögleitt á Skotlandi að konur mættu biðja sér manns 29. febrúar, þ.e. á 4 ára fresti. Það var kona sem innleiddi þessi lög, hún var drottning þeirra Skota og hét Margrét. Sagan segir líka að ef maðurinn hafnaði bónorðinu yrði hann að bæta konunni það með kossi, silki kjól eða hönskum. Nokkuð merkilegt þetta. En af hverju ætli blessduð drottningin hafi ekki gefið konum leyfi til að biðja sér manns nema á 4 ára fresti? Hugsið ykkur, ef maður hefði nú orðið ástfanginn stuttu eftir 29. febrúar. Hvernig hefði það farið með mann að bíða í angist í nær 4 ár og vona að maðurinn tæki ekki upp á þvi að biðja sér annarar konu í millitíðinni, því karlmenn máttu nefnilega biðja sér konu á hverjum degi, bara svona þegar hentaði þeim. Svo þið ógiftu, notið daginn til að biðja þess sem þið eruð skotnar í.

Annars er ekkert gaman að vera kona hér á Spáni þessa dagana. Öllu heldur, það er sorglegt. 4 konur voru myrtar af mökum eða fyrverandi mökum á einum sólarhring. Það var í fyrradag og nótt. Mikil mótmæli á torgi sólarinnar í Madrid í gær. Ótrúlegur fjöldi manns sem þar var saman komin. 16 konur hafa verið myrtar af mökum/fyrverandi…það sem af er árinu, og bara rúmar 8 vikur liðnar. Þetta er skelfilegt. Svo er eitt nokkuð hjákátlegt í þessu öllu saman, það er alltaf eins og pínulítill léttir þegar parið er ekki spánskt. Ekki að verknaðurinn sé skárri heldur gefur þetta okkur von um að Spánverjar séu ekki svona mikil illmenni. Það er mjög áberandi að margt af þessu ógæfufólki eru sígaunar og innflytjendur. En þessu verður að ná niður og mikil barátta hefur verið háð sl. ár og fer vonandi að skila góðum árangri. Sterkar sjónvarpsauglýsingar ofl. er partur af herferðinni gegn ofbeldi.

Ég hlakka svo til sunnudagsins:-) Við förum og sjáum FAME, söngleikinn skemmtilega. Hann verður fluttur í Altea um helgina, hefur verið á fjölum leikhúss í Madrid lengi og er nú á farands ferð. Ég hef ekki séð söngleik á sviði síðan fyrir 3 árum að við sáum Mama Mia í Madrid. Það var æði.

Fært undir .

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.