Laugardagsnótt.

Hér er ég sest við tölvuna og klukkan er að verða 02.00. Venjuega er ég búin að vera sofandi 2-3 tíma á þessum tíma. En hvað gerir maður ekki þegar maður er einn? Ég vann fyrir Gabriel í dag því hann á helgina, hleypti fólki inn í íbúðir og athugaði leka í hitunrtæki í einni íbúð. Var búin um kl 14:30 og eftir að hafa komið við í búð stökk ég upp í leigubíl og bað hann að taka mig heim. Ég labbaði í morgun og ætlaði sko ekki að labba til baka upp fjallið með skjalatösku og fullt af peningum. Maður tekur enga sénsa núna. Gabreil fór sem sagt á bílnum í skíðaferðalagið svo ég er á tveim jafnfljótum, sem er hið besta mál svo lengi sem ég er ekki með peninga og pappíra á mér. Þegar heim kom og ég var búin að taka inn þvottinn frá í morgun og setja í aðra vél byrjaði ég á “vorhreingerningunum” sem ég hafði hlakka til að gera. Í hverju fólst það? Jú, allir skápar í stofunni hjá mér hafa glerhurðir svo mig hefur langað til að taka þá virkilega vel í gegn, sérstaklega eftir jólin. Setja jóla leirkrúsinar sem ég keypti í 200 kalla búð á Íslandi og hef notið að drekka mitt heita kakó úr í desembermánuði, aftur fyrir annað í skápnum þar sem þær eru geymdar. Þær eru að koma í staðin fyrir fallega postulíns súkkulaðisettið (jóla auðvitað) sem mamma bar frá Canada fyrir mörgum árum og brotnaði að mestu í fluttningunum frá Íslandi til London. Merkilegt hvað ég hef flutt milli landa og alltaf þarf ég að hafa allt dótið mitt með mér. Sumir sona minna kalla mig draslsafnara…en hvað gefa þeir mér í jólagjafir? Kerti og servíettur eins og bið alltaf um, nei þeir þurfa að að gleðja mig með einhverju sem þeir svo seinna kalla drasl. Þetta unga fólk.

Einn lítill glerskápur í stofunni hefur að geyma servíettur og kerti, ég tók mér góðan tíma til að fara í gegnum hann og endurskipuleggja, ég meir að segja innrammaði handsaumað kort frá fullorðinni vinkonu minni á Íslandi í eina rúðuna á skápnum og mikið kemur það fallega út.

En ég gerði meir en þetta. Ég er með tvo setjarakassa í stiga uppganginum og það var löngu orðið augljóst að konan sem þrífur hjá mér hefur ekki snert þá, enda hvernig átti blessuð konan að safna nægum kjarki til að taka alla þessa smámuni sem þar eru, þvo þá, þurka úr kössunum og koma öllu á sinn stað. Ég er henni þakklát fyrir að hafa sleppt því. Annar kassinn geymir bara uglur svo ég taldi að gamni mínu uglurnar sem ég á á neðri hæðinni og upp stigann, þær eru 70 og á ég þá eftir að telja allar á efri hæðinni, á terrasinu, bókamerki og skartgripi sem eru uglur. Svo eru nokkrar á skrifstofunni. Af hverju allar þessa uglur? Jú, ég er ein af 5 uglum sem höfum verið vinkonur í 20 ár og söfnum og gefum hver annari uglur. Félagsskapurinn heitir UGLUR. En það eru ekki bara við sem kaupum heldur eru fjölskyldumeðlimir og vinir duglegir að gefa okkur uglur. Tara Kristín ömmustelpan mín gaf mér babúsku-uglu sem inniheldur margar eins og sannar babúskur. Sú er í stofunni hjá mér svo ef ég hefði talið öll börnin í maganum á mömmunni væri talan á neðri hæðinni hærri. Það er alveg ótrúleg skemmtilegt hvað fólk man eftir uglusöfnun minni, ég á orðið uglur víðsvegar úr heiminum og margar hverjar mikil listaverk. T.d. keypti ég mér eina frá Swarovski þegar við vorum í Stockholm í vetur og hún er mikið listaverk. En nóg um það.

Hvað gerir svo kona sem er ein heima og langar að elda góðan mat? Ég er svo heppin að hafa fyrrum eiginmanninn og 2 af sonunum hér í byggingunni svo ég bauð GÓ, þeim fyrverandi í mat. Eldaði grænmetismáltíð. Skar niður ýmis konar rótargrænmeti og lauka og bakaði í ofni. Steikti 2 tegundir af sveppum sem örugglega hafa aldrei sést á Íslandi (með fullri virðingu)+púrrulauk var svo með 2 tegundir af buffum, gulrótarbuff og blandað grænmetisbuff. Gaui kom svo í heimsókn þannig að ég hafði félagsskap mun lengur en annars hefði orðið. Annars er Guðjón ótrúlega sterkur þó úthaldið sé ekki mikið, en við sjáum vikulega mun.

Þegar þeir feðgar fóru horfði ég á DVD mynd og settist svo við tölvuna. EN, nú er klukkan 02:30 og ég er farin að sofa.

Fært undir .

Ein ummæli við “Laugardagsnótt.”

  1. Sigga Rúna ritaði:

    Dugnaður í þér kona, en öllu má ofgera, passa sig bara. Hljómar alltaf vel grænmetisréttur og gúmmulaði…uuhhhmmmm.
    Farðu nú að grafa upp uppskriftir fyrir mig og senda mér eða setja á síðuna. Gott að þú ert glöð með babúskuna .-)
    haltu áfram herfan þín …..