Flutningur í stórborgina.

Nú er ég að flytja í dag til Valencia, þar höfum við tekið íbúð á leigu og ég mun vera þar um óákveðin tíma. Gabriel og strákarnir munu koma og fara. Ástæða þessa og ástæða þess að ég hef lítið bloggað undanfarið er sú að Guðjón eldri fékk aftur hjartaáfall fyrir rúmri viku og hefur verið mikið veikur. Hann var fluttur til Valencia í gær þar sem hann svo gengst undir by-pass aðgerð á þriðjudaginn. Ég sá hann áður en hann fór og hann var ótrúlega hress, hefur reyndar verið hressari sl. 2 daga en áður. Hann var á gjörgæslu á sjúkurahúsinu okkar hér rétt við Benidorm og með hjálp mikilla lyfja hefur hann verið að hresast. En aðgerðin er óhjákvæmileg og hjartaaðgerðir eru eingöngu framkvæmdar á sjúkurahúsinu í Valencia. Ég mun reyna að blogga meðan ég verð þarna.

Veðrið hefur verið dásamlegt alla vikuna og lengur, sól og 18C. Sama er í dag. Sendi ykkur sólarkveðjur.

Fært undir .

2 ummæli við “Flutningur í stórborgina.”

  1. Sigga systir; ritaði:

    Gangi ykkur allt í haginn elsku systa.
    Biðjum fyrir Guðjóni okkar.
    Bestu kveðju frá Guðjóni mínum, Kristjbörgu Þöll, Hjörleifi og Mána til Guðjóns og ykkar allra.

  2. Johanna ritaði:

    Leiðinlegt að heyra með Guðjón og vonandi mun allt ganga vel. Spánverjar eiga örugglega góða hjartakiruga. Svo eru nú ekki allir jafnheppnir að eiga svona góða að eins og þig. Sendi ykkur mínar bestu kveðjur og jákvæðar hugsanir. Gangi ykkur vel.