2 dagar til jóla.

2 dagar til jóla stóð á jóladagatali mínu hjá Glitni þegar ég opnaði það áðan, en engan fékk ég vinninginn. Þó þarf ég ekki að kvarta því ég fékk vinning í sl. viku. Þó verð ég að kvara yfir því að engin hefur heimsótt bloggið mitt í dag og klukkan orðin 16.34 á Spáni… Ég vil líka kvarta yfir mbl.is, þeir eru með fyrirsögn þar sem segir “sá feiti, el gordo dregin út á Spáni”. Það er alveg rétt jólahappdrættið var dregið út í dag og eins og segir í fréttinni er þetta stærsta happdrætti í heimi. 2,2 miljarðar evra eru dregin út, eða 200 miljarðir króna. Þetta er einn stærsti viðburðurinn á árinu hér, ég segi alltaf; þetta er rétt eins og jólakveðjurnar í RÚV, maður má ekki missa af drættinum. En nú kemur kvörtunarefni mitt; mbl.is þarf að læra vinnuna sína betur, þeir segja að vinningsnúmerin séu sungin upp af drengjakór!!! hvílíkt bull. Jólahappdrættið sem er orðið vel yfir aldar gamalt var upphaflega sett á stofn til styrktar munaðarlausum börnum. Fljótlega varð arður happdrættisins slíkur að hægt var að stofna skóla fyrir börnin, enn þann dag í dag er 30% af innkomu jólahappdrættisins notuð til að mennta munaðarlaus börn svo og börn sem eiga við sérstaka fjölskylduerfiðleika að stríða. Allt nám barnanna er greitt, frá fyrsta ári út í gegnum háskólanám, hin 70% fara í vinninga. Börnin sem syngja vinningstölurnar og vinningsupphæðirnar eru úr þessum grunnskóla happdrættisins og eru af báðum kynjum (ekki drengjakór) og þau eru búin að æfa fyrir þennan dag í 3 mánuði.

En tengt jólahappdrættinu er annars konar “happdrætti”, barir/veitngastaðir eru með stórar matar, vín og sælgætiskörfur stylltar upp hjá sér frá 1. des. og fram að 22. sem er dráttardagur “El Gordo”, þeir eru með tölur frá 00 til 99 og viðskiptavinir geta keypt númer. Við auðvita kaupum alltaf nokkur númer, fyrir 3 árum unnum við Gabriel risa stóra körfu. Til að vinna körfuna þarftu að hafa keypt 2 síðustu númerin í El Gordo, þ.e. 2 síðustu tölustafina í stærsta vinningsnúmerinu. Hver vann í dag á hverfisbarnum okkar??? Nema Gaui, þessa líka flottu körfu fulla af mat, víni, kampavíni, sterku áfengi og sælgæti, hann vann á númerið 81 sem hann keypti fyrir nokkrum dögum þegar bara voru 4 númer eftir! Ég myndaði hann í bak og fyrir við afhendingu körfunnar og hann að virða fyrir sér herlegheitin. Nú stendur þessi vígalega karfa sem er á tveim hæðum hér hjá mér því hann er að vinna og við tókum þetta heim fyrir hann. En, ég á eftir að kaupa 3 jólagjafir og verð að hlaupa í það núna því hvorki nenni ég á morgun né get farið á mánudaginn því þá er ég að undirbúa jólamatinn. OG, okkur tókst að fá hamborgarhrygg þegar við vorum búin að gefa upp alla von og ætluðum að hafa kalkún. Gaui, Binni, Lovísa ugla og Ingimar verða hjá okkur í mat og pakka opnun, Guðjón eldri er í Ungverjalandi en kemur heim fyrir áramót.

Svo elskurnar mínar allar, ef ég blogga ekki aftur fyrir jól, þá segi ég:

GLEÐILEG JÓL OG GOTT NÝTT ÁR 2008, VONANDI KOMIÐ ÞIÐ ÖLL Í HEIMSÓKN Á ÁRINU!!!!!!!!! ;-)

Fært undir . 2 ummæli »