Er ég rasisti?

Guðjón Björn, eða GB eins og vinkona hans ein kallar hann borðaði með mér og föður sínum í hádeginu í dag. Á japanska staðnum fyrir ofan skrifstofuna eins og svo oft áður. Talið barst að hinum ýmsu sem byggja þessa jörð og GB sagði mér að ég væri rasisti!!! Hann hafði verið að lesa blogg frá mér frá 25. oktober og þar talaði ég um araba og austur Evrópubúa versus okkur góðu Evrópubúum, þ.e. ég og hinir sem tilheyrt höfum svokölluðu frjálsu Evrópu. Mér var brugðið en gat ekki þrætt, byrjaði hins vegar á að skoða bloggið mitt þegar ég kom á skrifstofuna og mér létti þegar ég sá að ég hafði sett gæsalappir utan um “góðu”, það þýðir að ég er að gera góðlátlegt grín að hlutunum. En eftir stendur spurningin, er ég rasisti??? Ég sem er svo mikil jafnaðarmanneskja, vil að allir sitji við sama borð.

Ég hef bara eitt svar; er einhver sem getur af 100% heiðarleik sagt að ekki blundi einhver tegund af rasisma djúpt í fylgsnum viðkomandi? Þetta er spurning vikunnar!