Komin til Stokholm.

Við erum komin til Stokholm, reyndar komum við í gær. Ásdis vinkon mín sótti okkur á flugvöllinn og við fórum á Grand Hotel, það flottasta í Stokholm frá upphafi, fengum okkur heitt súkkulaði og töluðum og töluðum… Sara dóttir hennar 10 ára var með henni og við áttum öll mjög skemmtilegan tíma. Síðan keyrði hún okkur á hótelið, mjög sentralt, nálægt Flugleiðaskriftofunni sem ég vann á, löngu búið að flytja hana því þeir minkuðu við sig hér. Hótelið var vægast sagt ekki að okkar smekk og eftir að haf fengið “mini taugaáfall” fórum vð út að borða og settum allt í gang til að finna annað hótel. Ásdís hérna megin á símalinunni og Guðjón á Benidorm með internetið að leita fyrir okkur. Guðjón fékk að allt væri upptekið í Stokholm þessa daga vegan ýmissa rástefna…OH no. Ásdís hins vegar gaf mér símanúmer hjá m.a. Grand Hotel því þeir áttu laust, ásamt 2-3 öðrum. Ég hringdi á Grand!!!Verðið var ekki við okkar hæfi. En við enduðum með að bóka á Hilton. Fluttum hingað í eftirmiðdaginn eftir að hafa gengið um bæinn þveran og endilangan fyrri hluta dags. Hilton er alltaf dásamlegt og við erum himinlifandi. Þar sem ég bókaði í hálfgerðu móðursýkiskasti í gærkvödi, bað ég ekki um reyklaust herbergi, mér var líklega brugðið því allt sem þeir áttu laust var De Lux herbergi, ekki svíta en nálægt því.

Jæja, við bókuðum okkur inn, létum renna í sjóðheitt freyði-bað, opnðum hvítvín og slöppuðum af. Þegar ég kom úr baðinu og fór í sloppinn sem beið mín var hann svooo lyktandi af reykingum að ég fór niður með hann og afhenti stúlkunum í móttökunni og bað um annan, Gabriels var OK. Þær ekkert nema elskulegheitin sögðust myndu senda mér annan um hæl, ég sagði að ég þyrfti ekki slopp fyrr en á morgun. EN, sloppurinn og inniskór voru komin innan 10 mínútna. Er svo ekki bankað á hurðina aftur stuttu seinna, fyrir utan stendur fallegur ungur maður með ávaxtabakka. Ég verð ??? hafði ekki pantað neitt, en nei, diskurinn var frá stúlkunum í móttökunni með afsökunarbeiðni vegna sloppsins…

Þetta er bara dásamlegt.  

Fært undir . 1 ummæli »