Hlýrra aftur.

Ekki stoppaði veturinn lengi að þessu sinni. Kemur örugglega aftur. Í morgun voru 20C þegar við fórum í vinnu, rigning um allt land nema hér við ströndina. Ég er í bleikum buxum, bleikri stutterma peysu með rúllukraga og jakka sem mynnir á húsgagnaáklæði, þessi gobeline munið eftir þeim? Skórnir eru líka “gamel ros bleikir”. Ég er svooo fín og flott. Þetta er það skemmtilega við veturinn, maður getur klætt sig í dragtir, peysur og annað fínt. Á sumrin er maður auðvitað fínn líka en á annan hátt.

Það er að verða jólalegt, farið að dymma upp úr 18.00 og þar sem búin er að vera hátíð í bænum er hann allur uppljómaður, ekki bara jólaljósin heldur ýmis önnur sem reyndar verða tekin niður. Búið er að opna sérstaka jólabúð sem er nýtt og aðrar komnar með jólaskraut til sölu. Ég þarf að klára jólagjafainnkaupin og koma þeim í póst fyrir helgi.

Þið vitið öll að við erum að fara til Stokholm á sunnudaginn, Gabriel ætlar að ath. hvort hann finnur hafmeyjar, það hefur hvorki gengið í Miðjarðarhafinu né Kyrrahafinu. En til að leita þeirra þarf hann að fara á námskeið í þurrbúningi þar sem vatnið er heldur kaldara en hann á að venjast. Svo þriðjudagskvöld fer í námskeiðið og síðan kafar hann allan laugardaginn. Ég dunda mér með vinkonum mínum og kíki kanske í verslanir.

En nú ætlum við að koma okkur heim og elda eitthvað gott.

Fært undir . Engin ummæli »