Matur.

Hæ aftur.

Ég gleymdi að segja ykkur frá því að ég, sem aldrei hef viljað Japanskan mat er orðin húkt á shusi. Hér í gamla daga þegar við GÓ vorum að ferðast hafði hann gaman af því að fara á japanska staði og borða ýmist shusi eða eitthvað sem eldað var með miklum tilþrifum fyrir framan mann. Ég passaði mig á að minn matur væri örugglega vel eldaður, en þetta var áður en ég varð grænmetisæta. Síðan þá er þetta ekki minn stíll. Hrár fiskur ofl. EN, nú var veri að opna shusi bar við skrifstofuna okkar og það úrval sem þeir hafa af grænmetis shusi og öðru er hreint dásamlegt. Að ég tali nú ekki um washabi, sem er grænt mjög, mjög sterkt mauk sem maður blandar sjálfur með soja sósu. Nammi, namm. Hér um kring eru japanskir veitingastðir sem ég hef farið á með Gabriel því hann er mikið fyrir hráan fisk og annað japanskt, en aldrei dottið “í það” fyrr en nú. Svo það er ekki lengur erfitt að ákveða hvar á að borða í hádeginu. Svo eru skammtarnir svo mátulega litlir og ekki dýrt, öfugt við það sem maður á að venjast af japönskum stöðum. Besta megrunarfæði.

En nú þegar komið er að kvöldi sunnudags og við búin að borða í dag er tími til komin að segja ykkur hvað ég gerði. Ég keypti mér BBC Vegetarian Magazine í London eins og alltaf, var reyndar lengi áskrifandi og elska þetta blað. Eftir að hafa legið yfir því þessa daga og ætlað að prufa þetta og hitt, endaði ég á að bulla. En hugmyndirnar eflaust fengnar úr blaðinu ásamt síðasta Gestgjafa. Ég sem sagt bjó til afrikanskan pottrétt, fylltar bakaðar paprikur með kúskús, tómötum og rifnum osti og bökur.

Pottrétturinn kom mjög vel út, hér kemur uppskriftin.

2 sætar kartöflur, ca, 1/2 kg. grasker, stór rauðlaukur, 3 vænar gulrætur, og engifer rót, ca. 3 cm, og rúsínur. Laukinn skar ég í tvennt og síðan í sneiðar, kartöflurnar, graskerið og gulræturnar flysja og skorið í væna teninga, engifer rótin í sneiðar og söxuð. Hitaði ólivuoliu í potti og léttsteikti laukinn og engiferið, bætti svo öllu hinu í og hrærði vel og nokkuð lengi. Helti síðan vatni yfir, ekki það miklu að flyti yfir, einn grænmetistening og ca. matskeið af afrikanskar nætur frá Pottagöldrum. Þetta lét ég svo sjóða og lækkaði síðan hitann og styllti klukkuna á 45. mín. Eftir 20 mín. ákvað ég að þetta þyrfti ekki mikið lengri suðu, smakkað og bætti meiru afrikönsku kryddi í, Herbamare salti og eins og lófa fylli af litlum þurrkuðum rúsínum, lét soðið sjóða niður þar til þetta var orðið nokkurs konar mauk. Þ.e. kartöflurnar og graskerið vilja verða af mauki, gulræturnar hins vegar héldu lagi sínu. Þessi réttur þótti okkur mjög góður.

Einnig fyllti ég eina græna papriku sem ég hafði skorið í tvennt eftir lengdinni og hreinsað að innan. Fyllingin sem var kúskús kom tílbúin úr poka, ég var svo heppin a eiga einn poka af austurlenskri blöndu of notaði hana, skar svo litla perutómata (álíka og kirsuberjatómatar, bara safaríkari og perulaga) í tvennt og raðaði yfir, að lokum setti ég vel af rifnum osti og bakaði þetta í ofninum í 20-25 mín. Eldfasta formið hafði ég penslað vel með ólífuolíu.

En fyrst hafði ég gert tvær litlar bökur, lauk og ost böku fyrir mig og kjötböku fyrir Gabriel. Arabíski rétturinn kom mjög vel út með þeim. Gerði þær í gær en voru ekki borðaðar þá. Heldur settum við jalapeno fylltan með osti og ostastangir í ofninn og borðuðum það þar sem við komum mjög seint heim.

Maturinn í dag var mjög góður og við skoluðum honum niður með frönsku rauðvíni sem við opnuðum í gærkvöldi en tókst ekki að klára. Erlend rauðvín eru mjög sjaldséð í okkar húsi, okkur finnst þau spænsku alltaf best, en í gær þegar við vorum í súpermarkaðnum keyptum við nokkrar flöskur af frönskum og ítölskum til að prófa. Tilrauna eldamennska mun halda áfram eftir bestu getu þessa viku.

Fært undir Matur. 1 ummæli »

Veturinn komin?

Hæ allir.

Við komum heim frá London á mivikudagskvöldið var, síðan hefur verið mikið að gera. Ég hefði viljað blogga fyrr en svona er nú bara það. Ferðin var mjög góð en strembin. Okkur tókst að fara í Covent Garden annan eftirmiðdaginn til að rifja upp rómantískar minnigar frá Lundúnarárunum. Að öðru leiti var engin tími til “prívat” gamans, komst ekki einu sinni í M&S og er nú þá mikið sagt. Ég sem ætlaði sérstaklega þangað til að kaupa mér nokkur bólstruð silki herðatré. Geri það næst.

Vinir okkar komu og sóttu okkur á flugvöllinn en vegna fótboltaleiks og óeirða í kjölfar hans, svo og forsýningar á kvikmynd í West End, tók ferðin 3 tíma svo við bara skutum farangrinum inn á hótel og fórum svo með þeim að borða. Þau tóku okkur á franskan veitingastað í eigu vinar þeirra, geysilega góður matur og skemmtilegt umhverfi. Hótelið okkar sem við höfðum hlakkað til að kynnast sveik ekki, starfsfólkið frábært og herbergið, sem við vorum búin að sjá á netinu, gerði meir en að standa undir vonum. Eitthvað það besta rúm sem við höfum sofið í. Morgunverðurinn borinn upp á herbergin því það er engin borðstofa í hótelinu. Og engin smá morgunverður, hann hefði nægt 4. Svo eftir að hafa borðað yfir sig fyrsta daginn fórum við á kaupstefnuna. Þar gekk svo dagurinn eins og alltaf á svona stefnum, ganga um og hitta fólk, reyna að selja sjálfan sig og kaupa aðra, standa á básnum og selja Benidorm og Espis. Við áttum marga góða fundi, m.a. með Iceland Express. Gagnlegur fundur fyrir báða aðila og verður samræðum haldið áfram yfir e-mailið . Þetta fyrsta kvöld vorum við svo í veislu forseta Valenciu þar sem Costa Blanca var kynnt sem sumarleyfis staður. Spænskur matur og vín. Seinni daginn okkar vorum við í hádegisverði hjá fyrirtæki sem við vinnum með og um kvöldið mikil veisla sem ferðamálaráð Spánar bauð til í einu stærsta diskóteki Lundúna. Þeir höfðu futt inn dansara og fleiri skemmtikrafta. Ég fór snemma heim til að pakka og hvíla mig því ég hafði misstigið mig á fyrsta degi og er einn slæm í fætinum, en Gabriel dansaði fram á nóttu með okkar fólki. Miðvikudagsmorguninn höfðum við svo til að skreppa í göngutúr áður en við fórum á flugvöllinn. Svo ég komst ekki í neitt jólaskap eins og ég hafði vonað, en bæti úr því í Stokholmi. Förum þangað á sunnudaginn kemur og hvað við hlökkum til, 8 dagar í afslöppun…+ 2 í ferðalagið fram og til baka. Stokholm er alltaf falleg, en aldrei eins og fyrir jólin. Veðrið í London var gott, sól og hlýrra en við höfðum átt von á.

Hér er hins vegar farið að kólna. Í gær voru 7C kl. 19.00 þegar við vorum að fara í súpermarkaðinn. Sama var í fyrradag. En sólin skýn allann daginn. Við sem hér búum erum komin í jakka og úlpur en ferðamennirnir eru á stutterma buxum og bolum. Auðvitað er mjög hlýtt þegar maður liggur á ströndinni en það er nú heldur mikið að ganga svona léttklæddur um bæinn, eða hvað?

Í dag ætla ég að gera tilraunir í eldhúsinu. Keypti fullt af ýmiskonar grænmeti og hef allt of margar hugmyndir, því valla elda ég marga rétti??? Blogga um það síðar. 

Fært undir . Engin ummæli »