Laugardagsmorgun.

Hér hef ég setið við tölvuna í tvö tíma og klukkan er bara 09.30. Ég hef verið að lesa annara blogg, mbl.is og fleira, milli þess sem ég reyni að vinna svolítið fyrir elskulega systur mína. En ég hef líka haft hugann við vandamál sem ég er að kljást við. Óyfirifstíganlegt vandamál finnst mér. Í hverju á ég að vera á þessum fínu “dinnerum” sem við erum boðin til mánudags og þriðjudags kvöld??? Hjálp!!! Mikið eiga karlmenn auðvelt líf, bara eiga nóg af fallegum bindum og eins og tvenn jakkaföt þá er vandinn leystur. Það er lítil hjálp í Gabriel, ég bar þetta upp við hann í gærkvöldi, “Gabriel í hverju get ég verið í veislunni hjá forseta Valencia?” (mánudagskvöld). “vertu bara glæsileg” var svarið. arg,arg!!. Þegar hann sá á mér svipinn var hann fljótur að leiðrétta málið, “þú ert auðvitað alltaf glæsileg carino, ég meinti það ekki þannig” OK, ég læt sem ekkert sé og endurtek spurninguna, hann fer með mig að mínum fataskáp, opnar hurðirnar og segir “hvernig á ég að velja úr öllu þessu, ef þú getur það ekki?” Bara að ég hefði komið mér upp íslenska búningnum gæti ég alltaf flaggað honum, það gera alla vega norsku konurnar sem við þekkjum hér, mæta á gala og allt annað í norska búningnum. Mjög prattískt, rétt eins og einkennisbúningur. Nei, ég þarf að fara að koma mér upp á loft og taka ákvarðanir, og pakka svo. Pelsinn er komin út í viðrun, svona ef ég skildi fara í honum sem ég nenni varla þar sem við verðum meira og minna innandyra.

Annars hef ég heilmikið að gera í dag. Þarf að hitta viðskiptavini kl 11.30, fara í verslunarmiðstöðina La Marina að sækja buxur sem ég keypti fyrir ferðina og voru í styttingu, rosalega flottar buxur með gylltum, mjóum röndum. Gabriel fer með mér, hann vantar snyrtivörur svo það væri góð hugmynd að borða hádegisverð þar. Annars er ég búin að lofa að elda sérstakt grænmeti/ávöxt í kvöld sem amma hans kom með frá Asturias um daginn. Hún segir þetta vera af kartöfluætt og eigi að steikja með lauk. Vissulega lítur þetta út eins og fallegar kartöflur en allt þakið broddum, svo ekki er hægt að snerta það. Amma segir að leggja þetta í soðið vatn í nokkrar mínútur og þá detti skinnið af. OK, ég læt ykkur vita hvort ég fer til London með hendurnar eins og ég hafi dottið í kaktusarbeð.;-)

Eigið góða helgi öll saman. 

Fært undir . Engin ummæli »