Kvöldkveðja.

Hé sit ég kl. 23.00 og finnst tími till komin að blogga lítilega. Ekki að ég hafi svo mikið að segja, en þó…

Við hjónin erum að fara til London á sunnudaginn, förum á ferðakaupstefnuna World Travel Market, eitthvað sem ég þekki mjög vel frá Flugleiða árunum, nema hvað nú er búið að flytja hana til. Hér áður fyrr var hún alltaf haldin í Earls Court en nú er nýja “trendy” svæðið Docklands (þar á Björk íbúð) orðið mikið sýningarsvæði og allir meiri háttar viðburðir haldnir þar. Við eigum fundi með enskum viðskiptavinum okkar og vonumst til að finna nýja, ekki endilega enska.  Það var auðvitað mikið mál að finna réttu gistinguna fyrir okkur því huga þurfti að lestarsamgöngum, Docklandas er við River Thames en dálíti langt frá miðborginni. Við fundum að ég held dásamlegt lítið hótel í Belgravia sem er nálægt Victoria Station “þar bjó ég nú ansi lengi” rétt við þinghúsið. Victoria Station er sú hin besta í London fyrir tengingar við aðra hluta. Ég má til að gefa ykkur upp hótel nafnið okkar/slóðina því þetta er svo sérstakt http://www.lordmilner.com þar munum við gista í Lady Milner room samkvæmt upplýsingum dásamlegrar starfsstúlku á hótelinu. Þetta er lítð hótel, aðeins 11 herbergi sem öll bera sérnöfn.

Ég ætla svo sannalega að færa þessari dásamlegu stúlku, Amber, fallega gjöf frá Spáni, ég held ég hafi aldrei fengið aðra eins þjónustu eins og hjá henni. Hafið það í huga ef þið eruð á leið til London.

Við erum komin með bæði hádegisverðar og kvöldverðar boð þessa tvo daga sem við verðum á WTM og það verður örugglega mikið sem ég get bloggað um það. Allavega fyrsta hádegisverðarboðið verður haldið í eina hóteli í heimi sem byggt var sem snekkja og er á River Thames. Hótelið hefur undanfarin 2 ár fengið verðlaun sem besti veitinga og þjónstustaður sem til er. www.sunbornhotels.com

So until then :-)

Fært undir . 1 ummæli »