Komin til Stokholm.

Við erum komin til Stokholm, reyndar komum við í gær. Ásdis vinkon mín sótti okkur á flugvöllinn og við fórum á Grand Hotel, það flottasta í Stokholm frá upphafi, fengum okkur heitt súkkulaði og töluðum og töluðum… Sara dóttir hennar 10 ára var með henni og við áttum öll mjög skemmtilegan tíma. Síðan keyrði hún okkur á hótelið, mjög sentralt, nálægt Flugleiðaskriftofunni sem ég vann á, löngu búið að flytja hana því þeir minkuðu við sig hér. Hótelið var vægast sagt ekki að okkar smekk og eftir að haf fengið “mini taugaáfall” fórum vð út að borða og settum allt í gang til að finna annað hótel. Ásdís hérna megin á símalinunni og Guðjón á Benidorm með internetið að leita fyrir okkur. Guðjón fékk að allt væri upptekið í Stokholm þessa daga vegan ýmissa rástefna…OH no. Ásdís hins vegar gaf mér símanúmer hjá m.a. Grand Hotel því þeir áttu laust, ásamt 2-3 öðrum. Ég hringdi á Grand!!!Verðið var ekki við okkar hæfi. En við enduðum með að bóka á Hilton. Fluttum hingað í eftirmiðdaginn eftir að hafa gengið um bæinn þveran og endilangan fyrri hluta dags. Hilton er alltaf dásamlegt og við erum himinlifandi. Þar sem ég bókaði í hálfgerðu móðursýkiskasti í gærkvödi, bað ég ekki um reyklaust herbergi, mér var líklega brugðið því allt sem þeir áttu laust var De Lux herbergi, ekki svíta en nálægt því.

Jæja, við bókuðum okkur inn, létum renna í sjóðheitt freyði-bað, opnðum hvítvín og slöppuðum af. Þegar ég kom úr baðinu og fór í sloppinn sem beið mín var hann svooo lyktandi af reykingum að ég fór niður með hann og afhenti stúlkunum í móttökunni og bað um annan, Gabriels var OK. Þær ekkert nema elskulegheitin sögðust myndu senda mér annan um hæl, ég sagði að ég þyrfti ekki slopp fyrr en á morgun. EN, sloppurinn og inniskór voru komin innan 10 mínútna. Er svo ekki bankað á hurðina aftur stuttu seinna, fyrir utan stendur fallegur ungur maður með ávaxtabakka. Ég verð ??? hafði ekki pantað neitt, en nei, diskurinn var frá stúlkunum í móttökunni með afsökunarbeiðni vegna sloppsins…

Þetta er bara dásamlegt.  

Fært undir . 1 ummæli »

Hlýrra aftur.

Ekki stoppaði veturinn lengi að þessu sinni. Kemur örugglega aftur. Í morgun voru 20C þegar við fórum í vinnu, rigning um allt land nema hér við ströndina. Ég er í bleikum buxum, bleikri stutterma peysu með rúllukraga og jakka sem mynnir á húsgagnaáklæði, þessi gobeline munið eftir þeim? Skórnir eru líka “gamel ros bleikir”. Ég er svooo fín og flott. Þetta er það skemmtilega við veturinn, maður getur klætt sig í dragtir, peysur og annað fínt. Á sumrin er maður auðvitað fínn líka en á annan hátt.

Það er að verða jólalegt, farið að dymma upp úr 18.00 og þar sem búin er að vera hátíð í bænum er hann allur uppljómaður, ekki bara jólaljósin heldur ýmis önnur sem reyndar verða tekin niður. Búið er að opna sérstaka jólabúð sem er nýtt og aðrar komnar með jólaskraut til sölu. Ég þarf að klára jólagjafainnkaupin og koma þeim í póst fyrir helgi.

Þið vitið öll að við erum að fara til Stokholm á sunnudaginn, Gabriel ætlar að ath. hvort hann finnur hafmeyjar, það hefur hvorki gengið í Miðjarðarhafinu né Kyrrahafinu. En til að leita þeirra þarf hann að fara á námskeið í þurrbúningi þar sem vatnið er heldur kaldara en hann á að venjast. Svo þriðjudagskvöld fer í námskeiðið og síðan kafar hann allan laugardaginn. Ég dunda mér með vinkonum mínum og kíki kanske í verslanir.

En nú ætlum við að koma okkur heim og elda eitthvað gott.

Fært undir . Engin ummæli »

Matur.

Hæ aftur.

Ég gleymdi að segja ykkur frá því að ég, sem aldrei hef viljað Japanskan mat er orðin húkt á shusi. Hér í gamla daga þegar við GÓ vorum að ferðast hafði hann gaman af því að fara á japanska staði og borða ýmist shusi eða eitthvað sem eldað var með miklum tilþrifum fyrir framan mann. Ég passaði mig á að minn matur væri örugglega vel eldaður, en þetta var áður en ég varð grænmetisæta. Síðan þá er þetta ekki minn stíll. Hrár fiskur ofl. EN, nú var veri að opna shusi bar við skrifstofuna okkar og það úrval sem þeir hafa af grænmetis shusi og öðru er hreint dásamlegt. Að ég tali nú ekki um washabi, sem er grænt mjög, mjög sterkt mauk sem maður blandar sjálfur með soja sósu. Nammi, namm. Hér um kring eru japanskir veitingastðir sem ég hef farið á með Gabriel því hann er mikið fyrir hráan fisk og annað japanskt, en aldrei dottið “í það” fyrr en nú. Svo það er ekki lengur erfitt að ákveða hvar á að borða í hádeginu. Svo eru skammtarnir svo mátulega litlir og ekki dýrt, öfugt við það sem maður á að venjast af japönskum stöðum. Besta megrunarfæði.

En nú þegar komið er að kvöldi sunnudags og við búin að borða í dag er tími til komin að segja ykkur hvað ég gerði. Ég keypti mér BBC Vegetarian Magazine í London eins og alltaf, var reyndar lengi áskrifandi og elska þetta blað. Eftir að hafa legið yfir því þessa daga og ætlað að prufa þetta og hitt, endaði ég á að bulla. En hugmyndirnar eflaust fengnar úr blaðinu ásamt síðasta Gestgjafa. Ég sem sagt bjó til afrikanskan pottrétt, fylltar bakaðar paprikur með kúskús, tómötum og rifnum osti og bökur.

Pottrétturinn kom mjög vel út, hér kemur uppskriftin.

2 sætar kartöflur, ca, 1/2 kg. grasker, stór rauðlaukur, 3 vænar gulrætur, og engifer rót, ca. 3 cm, og rúsínur. Laukinn skar ég í tvennt og síðan í sneiðar, kartöflurnar, graskerið og gulræturnar flysja og skorið í væna teninga, engifer rótin í sneiðar og söxuð. Hitaði ólivuoliu í potti og léttsteikti laukinn og engiferið, bætti svo öllu hinu í og hrærði vel og nokkuð lengi. Helti síðan vatni yfir, ekki það miklu að flyti yfir, einn grænmetistening og ca. matskeið af afrikanskar nætur frá Pottagöldrum. Þetta lét ég svo sjóða og lækkaði síðan hitann og styllti klukkuna á 45. mín. Eftir 20 mín. ákvað ég að þetta þyrfti ekki mikið lengri suðu, smakkað og bætti meiru afrikönsku kryddi í, Herbamare salti og eins og lófa fylli af litlum þurrkuðum rúsínum, lét soðið sjóða niður þar til þetta var orðið nokkurs konar mauk. Þ.e. kartöflurnar og graskerið vilja verða af mauki, gulræturnar hins vegar héldu lagi sínu. Þessi réttur þótti okkur mjög góður.

Einnig fyllti ég eina græna papriku sem ég hafði skorið í tvennt eftir lengdinni og hreinsað að innan. Fyllingin sem var kúskús kom tílbúin úr poka, ég var svo heppin a eiga einn poka af austurlenskri blöndu of notaði hana, skar svo litla perutómata (álíka og kirsuberjatómatar, bara safaríkari og perulaga) í tvennt og raðaði yfir, að lokum setti ég vel af rifnum osti og bakaði þetta í ofninum í 20-25 mín. Eldfasta formið hafði ég penslað vel með ólífuolíu.

En fyrst hafði ég gert tvær litlar bökur, lauk og ost böku fyrir mig og kjötböku fyrir Gabriel. Arabíski rétturinn kom mjög vel út með þeim. Gerði þær í gær en voru ekki borðaðar þá. Heldur settum við jalapeno fylltan með osti og ostastangir í ofninn og borðuðum það þar sem við komum mjög seint heim.

Maturinn í dag var mjög góður og við skoluðum honum niður með frönsku rauðvíni sem við opnuðum í gærkvöldi en tókst ekki að klára. Erlend rauðvín eru mjög sjaldséð í okkar húsi, okkur finnst þau spænsku alltaf best, en í gær þegar við vorum í súpermarkaðnum keyptum við nokkrar flöskur af frönskum og ítölskum til að prófa. Tilrauna eldamennska mun halda áfram eftir bestu getu þessa viku.

Fært undir Matur. 1 ummæli »

Veturinn komin?

Hæ allir.

Við komum heim frá London á mivikudagskvöldið var, síðan hefur verið mikið að gera. Ég hefði viljað blogga fyrr en svona er nú bara það. Ferðin var mjög góð en strembin. Okkur tókst að fara í Covent Garden annan eftirmiðdaginn til að rifja upp rómantískar minnigar frá Lundúnarárunum. Að öðru leiti var engin tími til “prívat” gamans, komst ekki einu sinni í M&S og er nú þá mikið sagt. Ég sem ætlaði sérstaklega þangað til að kaupa mér nokkur bólstruð silki herðatré. Geri það næst.

Vinir okkar komu og sóttu okkur á flugvöllinn en vegna fótboltaleiks og óeirða í kjölfar hans, svo og forsýningar á kvikmynd í West End, tók ferðin 3 tíma svo við bara skutum farangrinum inn á hótel og fórum svo með þeim að borða. Þau tóku okkur á franskan veitingastað í eigu vinar þeirra, geysilega góður matur og skemmtilegt umhverfi. Hótelið okkar sem við höfðum hlakkað til að kynnast sveik ekki, starfsfólkið frábært og herbergið, sem við vorum búin að sjá á netinu, gerði meir en að standa undir vonum. Eitthvað það besta rúm sem við höfum sofið í. Morgunverðurinn borinn upp á herbergin því það er engin borðstofa í hótelinu. Og engin smá morgunverður, hann hefði nægt 4. Svo eftir að hafa borðað yfir sig fyrsta daginn fórum við á kaupstefnuna. Þar gekk svo dagurinn eins og alltaf á svona stefnum, ganga um og hitta fólk, reyna að selja sjálfan sig og kaupa aðra, standa á básnum og selja Benidorm og Espis. Við áttum marga góða fundi, m.a. með Iceland Express. Gagnlegur fundur fyrir báða aðila og verður samræðum haldið áfram yfir e-mailið . Þetta fyrsta kvöld vorum við svo í veislu forseta Valenciu þar sem Costa Blanca var kynnt sem sumarleyfis staður. Spænskur matur og vín. Seinni daginn okkar vorum við í hádegisverði hjá fyrirtæki sem við vinnum með og um kvöldið mikil veisla sem ferðamálaráð Spánar bauð til í einu stærsta diskóteki Lundúna. Þeir höfðu futt inn dansara og fleiri skemmtikrafta. Ég fór snemma heim til að pakka og hvíla mig því ég hafði misstigið mig á fyrsta degi og er einn slæm í fætinum, en Gabriel dansaði fram á nóttu með okkar fólki. Miðvikudagsmorguninn höfðum við svo til að skreppa í göngutúr áður en við fórum á flugvöllinn. Svo ég komst ekki í neitt jólaskap eins og ég hafði vonað, en bæti úr því í Stokholmi. Förum þangað á sunnudaginn kemur og hvað við hlökkum til, 8 dagar í afslöppun…+ 2 í ferðalagið fram og til baka. Stokholm er alltaf falleg, en aldrei eins og fyrir jólin. Veðrið í London var gott, sól og hlýrra en við höfðum átt von á.

Hér er hins vegar farið að kólna. Í gær voru 7C kl. 19.00 þegar við vorum að fara í súpermarkaðinn. Sama var í fyrradag. En sólin skýn allann daginn. Við sem hér búum erum komin í jakka og úlpur en ferðamennirnir eru á stutterma buxum og bolum. Auðvitað er mjög hlýtt þegar maður liggur á ströndinni en það er nú heldur mikið að ganga svona léttklæddur um bæinn, eða hvað?

Í dag ætla ég að gera tilraunir í eldhúsinu. Keypti fullt af ýmiskonar grænmeti og hef allt of margar hugmyndir, því valla elda ég marga rétti??? Blogga um það síðar. 

Fært undir . Engin ummæli »

Laugardagsmorgun.

Hér hef ég setið við tölvuna í tvö tíma og klukkan er bara 09.30. Ég hef verið að lesa annara blogg, mbl.is og fleira, milli þess sem ég reyni að vinna svolítið fyrir elskulega systur mína. En ég hef líka haft hugann við vandamál sem ég er að kljást við. Óyfirifstíganlegt vandamál finnst mér. Í hverju á ég að vera á þessum fínu “dinnerum” sem við erum boðin til mánudags og þriðjudags kvöld??? Hjálp!!! Mikið eiga karlmenn auðvelt líf, bara eiga nóg af fallegum bindum og eins og tvenn jakkaföt þá er vandinn leystur. Það er lítil hjálp í Gabriel, ég bar þetta upp við hann í gærkvöldi, “Gabriel í hverju get ég verið í veislunni hjá forseta Valencia?” (mánudagskvöld). “vertu bara glæsileg” var svarið. arg,arg!!. Þegar hann sá á mér svipinn var hann fljótur að leiðrétta málið, “þú ert auðvitað alltaf glæsileg carino, ég meinti það ekki þannig” OK, ég læt sem ekkert sé og endurtek spurninguna, hann fer með mig að mínum fataskáp, opnar hurðirnar og segir “hvernig á ég að velja úr öllu þessu, ef þú getur það ekki?” Bara að ég hefði komið mér upp íslenska búningnum gæti ég alltaf flaggað honum, það gera alla vega norsku konurnar sem við þekkjum hér, mæta á gala og allt annað í norska búningnum. Mjög prattískt, rétt eins og einkennisbúningur. Nei, ég þarf að fara að koma mér upp á loft og taka ákvarðanir, og pakka svo. Pelsinn er komin út í viðrun, svona ef ég skildi fara í honum sem ég nenni varla þar sem við verðum meira og minna innandyra.

Annars hef ég heilmikið að gera í dag. Þarf að hitta viðskiptavini kl 11.30, fara í verslunarmiðstöðina La Marina að sækja buxur sem ég keypti fyrir ferðina og voru í styttingu, rosalega flottar buxur með gylltum, mjóum röndum. Gabriel fer með mér, hann vantar snyrtivörur svo það væri góð hugmynd að borða hádegisverð þar. Annars er ég búin að lofa að elda sérstakt grænmeti/ávöxt í kvöld sem amma hans kom með frá Asturias um daginn. Hún segir þetta vera af kartöfluætt og eigi að steikja með lauk. Vissulega lítur þetta út eins og fallegar kartöflur en allt þakið broddum, svo ekki er hægt að snerta það. Amma segir að leggja þetta í soðið vatn í nokkrar mínútur og þá detti skinnið af. OK, ég læt ykkur vita hvort ég fer til London með hendurnar eins og ég hafi dottið í kaktusarbeð.;-)

Eigið góða helgi öll saman. 

Fært undir . Engin ummæli »

Kvöldkveðja.

Hé sit ég kl. 23.00 og finnst tími till komin að blogga lítilega. Ekki að ég hafi svo mikið að segja, en þó…

Við hjónin erum að fara til London á sunnudaginn, förum á ferðakaupstefnuna World Travel Market, eitthvað sem ég þekki mjög vel frá Flugleiða árunum, nema hvað nú er búið að flytja hana til. Hér áður fyrr var hún alltaf haldin í Earls Court en nú er nýja “trendy” svæðið Docklands (þar á Björk íbúð) orðið mikið sýningarsvæði og allir meiri háttar viðburðir haldnir þar. Við eigum fundi með enskum viðskiptavinum okkar og vonumst til að finna nýja, ekki endilega enska.  Það var auðvitað mikið mál að finna réttu gistinguna fyrir okkur því huga þurfti að lestarsamgöngum, Docklandas er við River Thames en dálíti langt frá miðborginni. Við fundum að ég held dásamlegt lítið hótel í Belgravia sem er nálægt Victoria Station “þar bjó ég nú ansi lengi” rétt við þinghúsið. Victoria Station er sú hin besta í London fyrir tengingar við aðra hluta. Ég má til að gefa ykkur upp hótel nafnið okkar/slóðina því þetta er svo sérstakt http://www.lordmilner.com þar munum við gista í Lady Milner room samkvæmt upplýsingum dásamlegrar starfsstúlku á hótelinu. Þetta er lítð hótel, aðeins 11 herbergi sem öll bera sérnöfn.

Ég ætla svo sannalega að færa þessari dásamlegu stúlku, Amber, fallega gjöf frá Spáni, ég held ég hafi aldrei fengið aðra eins þjónustu eins og hjá henni. Hafið það í huga ef þið eruð á leið til London.

Við erum komin með bæði hádegisverðar og kvöldverðar boð þessa tvo daga sem við verðum á WTM og það verður örugglega mikið sem ég get bloggað um það. Allavega fyrsta hádegisverðarboðið verður haldið í eina hóteli í heimi sem byggt var sem snekkja og er á River Thames. Hótelið hefur undanfarin 2 ár fengið verðlaun sem besti veitinga og þjónstustaður sem til er. www.sunbornhotels.com

So until then :-)

Fært undir . 1 ummæli »

Komið kvöld.

Frídagurinn næstum á enda. Ég eldaði þennan fína saltfiskrétt en aulinn ég fattaði ekki að það þarf að útvatna fiskinn (af því hann er vakumpakkaður) svo snemma í morgun þvoði ég hann vel og lét hann svo liggja í rennandi vatni allan morguninn. Rétturinn er frábær, nema fiskurinn var of saltur. Geri betur næst. Kartöflumúsin sem Ragnar Freyr hafði með var heldur sterk af hvítauk, þó notaði ég bara 6 rif en hann 10. Á morgun ætla ég hins vegar að gera góða sósu (nota allt úr fiskréttinum nema fiskinn), hita kartöflumúsina og bæta í hana rjómaosti og mjólk og spæla egg yfir. Held það gæti orðin nokkuð gott.

Með matnum drukkum við rauðvín!!!já okkur líkar það yfirleitt betur en hvítt með mat. Hvítt drekkum við meira sem fordrykk.  Vínið var frá Enrique Mendoza, sonur hans er góður kunningi okkar og við heimsækjum “bodeguna” þeirra reglulega. Það heitir Santa Rosa og er frá árinu 2003. Þetta er drotningin í þeirra vínhúsi. Berin í vínið eru sérstaklega valin úr mismunandi brejategundum og síðan látin liggja í 19 mánuði á nýrri franskri eik. Eitthvað það besta vín sem við fáum, venjulega kaupum við það sérstaklega fyrir jólin, en í hvert sinn sem við komum þangað í heimsókn kaupum við Santa Rosa ef hún er til, þeir framleiða svo lítið af þessu frábæra víni, enda ekki stór vínbúgarður. Ég opnaði flöskuna klukkutíma fyrir matinn svo vínið fengi að anda næginlega og það borgaði sig svo sannanlega.

Hvíta vínið frá þeim er eitthvað það allra besta sem við fáum. Svo í minni síðust heimsókn sem var fyrir tveim vikum keypti ég kasa af hvítu víni og annann af Santa Rosa. Fyrir utan þetta eru þeir með ýmis önnur vín sem eru mjög góð, það eina sem ég get ekki drukkið eru vín úr Sirach berjum, ég hef ofnæmi fyrir þeim. Rosalega þurr og sterk með miklu tanin. Þó er í lagi ef lítið magn af þeim er í t.d, Crianza víni.

Svo við áttum afslappaðan dag, borðuðum, horðfðum á sjónvarp og tókum síesta.

Á morgun fer á ég á skrifstofuna því skrifstofudaman okkar verður í fríi, annars myndi ég ekki mæta fyrr en á mánuag. 

Blogga eftil vill yfir helgina. Er ekki búin að ákveða matseðilinn eða hvort við borðum úti. Svona er lífið á Spáni, fjölskyldur eða vinir borða venjulega saman úti á sunnudögum, aðrar máltíðir eru því léttar. 

Fært undir Matur. 2 ummæli »

Dagur hinna dauðu eða allra heilagra.

Í dag er frídagur. 1. nóvember er Dagur allra heilaga á Spáni og víðar í kaþólskum löndum en í Mexikó heitir hann Dagur hinna dauðu. Þá klæðir fólk sig í grímubúninga og í Mexikó fer fólk í kirkjugarðana með nesti og skemmtir sér með framliðnum. Það er gert af virðingu fyrir dauðanum. Hér er einnig farið í grímubúninga en fólk skemmtir sér á götum og skemmtistöðum. Í Ameríkunni heitir þessi dagur Hallowen (vona að þetta sé rétt skrifað). Við erum með svipaðan sið, þ.e. graskerin eru notuð sem kertaluktir ofl. en fólk fer ekki og gerir grikki í húsum. Binni minn fór að skemmta sér með vinum sínum í gærkvöldi klæddur sem skrattinn. Örugglega verið mjög gaman. 

Við Binni, Guðjón og ég fórum í biðröðina sem ég bloggaði um áður. Fórum í gærmorgun og vorum komin rétt fyrir 06.00. Þá var komin nokkur röð en þeir sem fyrstir komu höfðu komið kl 23.30 kvöldið áður. Hjón sem komu eftir okkur (Englendingar) reyndust vera gamlir viðskiptavinir mínir, ég seldi þeim fasteign þegar ég vann í Albir. Svo við áttum skemmtilegar samræður af og til sem stytti biðina, einnig blönduðust tvær eldri konur í samtalshópinn. Spennan hjá okkur var nokkur þar sem við virtumst vera á mörkum þess að fá númer. Það er úthlutað 36 númerum á dag og vorum við í kringum 30. númerið en vissum ekki hvort myndi fjölga í röðinni fyrir framan okkur, fólk kemur ekki alltaf allt saman heldur fer einn og stendur fyrir fjölskyldu sína. Þegar klukkan var farin að nálgast 09.00 var röðin fyrir aftan okkur orðin mjög löng og spenna í loftinu. Loks kom út konan sem úthlutar númerinum og ÚPS, við fengum númer, líka Englendingarnir fyrir aftan okkur sem voru að gera 4 tilraun. Allt gekk þetta svo vel fyrir sig og við komin með okkar grænu kort. Gamla “residensían” fallin úr gildi. Það er mikið frá þegar þetta er búið, því ekki er hægt að kaupa, selja eða gera önnur viðskipti nema hafa þetta plagg.

En í dag ætla ég að taka því rólega og elda góðan mat. Koma Gabriel á óvart með saltfiskrétti sem ég tók af blogginu hjá honum Ragnari Frey sem þið getið klikkað á hér til hægri á minni síðu. Hann er mjög skemmtilegur kokkur og gerir margt frumlegt.

Fært undir . 2 ummæli »