Súpa.

Síðan ég bloggaði í morgun er ég búin að vera úti að dunda við plönturnar mínar og hengja úr þvottavél. Það er svo rosalega heitt að svitinn bogar af manni. Ég ætla á bikini fljótlaga og í sólbað. Ég er líka búin að studara þetta fyrirbær blogg og læra að setja inn mynd af sjálfri mér, skelfileg mynd sem fór inn en mér tekst ekki að breyta, svo það er næsta skref í lærdómnum.

Birna Ben. vinkona mín er 50 ára í dag, hún heldur upp á afmælið í Orlando á Florida og sumar af vinkonunum og fjölskylda hennar eru þar til að samgleðjast henni. Ég er búin að heyra í henni (og Elísabetu) og það er mikið fjör.

En Minestrone súpan var ástæðan fyrir þessu bloggi. Mín súpa er komin úr ítalskri bók sem ég hef átt í fjölda mörg ár (áratugi,úps) og ég hef breytt og lagað að mínum dutlungum. Ég ber alltaf brauð (helst heimabakað) og mikið af mismunandi ostum með henni og svo er auðvitað gott rauðvín skilda. Súpan geymist mjög vel í ísskáp og verður betri við hverja upphitun. Ég ætla að reyna að halda mig við magn sem duga mundi 6 manns, en hver og einn finnur út fyrir sig. Súpupotturinn minn er 10 lítra.

Einn og hálfur laukur, eða tveir litlir. Stór púrrulaukur sneiddur, 4-5 stilkar af selleri sneiddir. Gulrætur í bitum, kartöflur í bitum, magnið fer eftir smekk, en 4-5 góðar kartöflur og 5-6 gulrætur er fínt. 1 kúrbítur skorin í sneiðar og þær síðan í tvent eða fernt (smekksatriði), franskar baunir (þessar löngu), kál í strimlum, ég nota salatkál. Stór dós niðursoðnir tómatar (má vera meira), tómatarnir skornir í bita og safinn notaður, dós tómatpurri, basil lauf (söxuð) oregano lauf eða þurrkað, svo nota ég alltaf fullan lófa af ítölsku pastakryddi frá Pottagöldrum, vatn, grænmetisteningar, kjúklingabaunir, ég nota niðursoðnar og skola þær vel, salt, pipar og hárfínt pasta eða hrísgrjón. Ég nota 250 gr. poka af pasta eða 1 bolla af hrísgrjónum. Olía til steikingar.

Ég byrja altaf á því að skera allt grænmetið, set laukinn, púrruna og selleri saman í skál og annað grænmeti í aðra. Hita olíuna og set lauk skálina út í, læt steikjast smástund þá blanda ég öllu grænmetinu út í nema kálinu, hræri það vel og læt allt blandast í nokkrar mínútur. Helli þá tómötunum og soðinu yfir svo og kálinu og 3-4 lítrum af soðnu vatni ásamt 2-3 grænmetisteningum og kryddinu. Læt sjóða hægt í 1 1/2 til 2 tíma. Smakka oft á tímanum og bæti vatni, kryddi og grænmetisteningum út í ef mér finnst þurfa. Síðast þegar ég gerði súpuna þá setti ég nokkra dropa af Tabasco og chiliduft í, ég var mjög lengi að fá rétta bragðið. Að þessum suðutíma loknum fara kjúklingabaunirnar og pastað út í og soðið ca. 10 mín. Súpan verður betri ef hún er látin standa með lokið á pottinum 15-20 mín. áður en hún er borin fram.  Sumum finnst nauðsynlegt að strá parmesan osti yfir, og endilega hafa stóra piparkvörn við hendina.

Buen provecho.

Fært undir Matur. 1 ummæli »

Stórstormur og innrás.

Loksins læt ég verða að því að blogga. Tölvan kom heim á mánudaginn og var dálítið breytt eftir ferðina. Búið að fjarlægja skjámyndina af þeim frænkum Töru Kristínu og Dúu Kristínu og ýmislegt nýtt komið inn í hana. En það gengur víst ekki að ungir menn fari á virðulegar tölvuráðstefnur með skjámynd af lítlum frænkum sínum, en nú eru þær stöllur komnar á sinn stað og ég get boðið þeim góðan dag þegar ég kveiki á tölvunni eins og áður.

Helstu tíðindi vikunnar eru að á fimmtudaginn reið yfir okkur mikill stormur með þeirri mestu rigningu sem sést hefur, allt fór á flot á nokkrum mínútum. Þessi stormur fór yfir landið og olli mismiklum skemdum, engum hjá okkur nema flóðum á götum og inn í hús, en verstur var hann í Sevilla og á Mallorka þar sem m.a. urðu dauðsföll. Ég þurfti að hlaupa út í upphafi rigningarinnar og þótti nóg um en mikið átti hún eftir að herðast. Ég varð blaut eins og hefði ég staðið undir sturtu alklædd þó ég hlypi bara nokkrar húslengdir. Föstudagurinn rann svo upp heitur með sól og það sama er í dag, dásamlegur laugardsgsmorgunn þar sem bærist ekki hár á höfði.

Nú svo vöknuðu bæjarbúar upp við skothríð á fimmtudagsmorgun. Márar eða Arabar höfðu gert innrás frá hafi, þeir gengu á land og mættu fyrir herjum kristinna manna. Miklir bardagar fylgdu í kjölfarið og heyra mátti skothljóð allan daginn. Svo gengu þessir skrautlega klæddu Márar í fylkingum um bæinn. Og áfram halda bardagar. Þetta er ein af árlegum hátíðum sem haldnar eru hér og stendur í nokkra daga. Er með þessu verið að halda upp á að kristnum mönnum tókst að hrekja Mára frá þessum hluta Spánar árið 1276, það var þó ekki fyrr en 1492 sem síðasta konungsríki þeirra féll en það var í Granada í Andaluciu. Hátíð þessi er mjög skrautleg og skemmtileg, heilmikil saga um þessa bardaga sem hófust í Alcoy (fæðingarborg Gabriels) og voru háðir upp  fjöll og niður dali alla leið til sjávar þar sem Márar voru hraktir á haf út. Fyrir tvein árum var ég þáttakandi í skrúðgöngunum og var ein af 10 fylgikonum konungsins. Við vorum klæddar gífurlega fallegum og þungum búningum og gengum í skrúðgöngum í gegnum bæinn. Helst var það höfuðbúnaðurinn sem erfitt var að bera. Ef ég kynni að setja mynd inn í bloggið mundi ég setja eina af mér í fullum skrúða. (Þarf að læra það) Hátíðinni líkur svo á sunnudagskvöld með sigri kristinna sem reka Mára aftur á haf út.

Við fáum svo tvo frídaga í næstu viku, einhvern dýrlingadag og svo þjóðhátíðardagurinn. Fyrst er það þriðjudagurinn og svo föstudagurinn. Þegar upp kemur frídagur öðru hvoru megin við helgi, þ.e. föstudagur eða mánudagur þá heitir það ”puente” eða brú og eru það alltaf miklar ferðahelgar.

Nú er ég að hugsa um að skella í eina þvottavél og blogga svo um mat.Fært undir . Engin ummæli »