Kerfið hér.

Framhald af bloggi um væntanlega lögreglustöðvar ferð. Við vorum mætt kl 08.00 í morgun og töldum okkur nokkuð góð þar sem rigndi. Biðraðir voru fyrir utan lögreglustöðina og auðvitað nokkrir lögreglumenn eins og alltaf, það fær jú ekki hver sem er að fara þar inn. Meðan við biðum voru ungir “afbrotamenn” leiddir út í lögreglubíl í handjárnum og ég sem hef aðeins komið nálægt svona málum sem farastjóri vissi að verið var að fara með þá í dómshúsið til að hlusta á ákærurnar. Rétt fyrir kl 09.00 kom út kona með númer og henni fylgdi lögreglumaður til að tryggja að engin veittist að henni og reyndi að ná númeri. Við vorum of sein til að fá númer. Góðvinur minn sem vinnur þarna innan dyra, reyndar við það sem við vorum komin að sækja, kom út og við spjölluðum saman. Hann sagði mér að aðalástæðan fyrir því að hlutirnir gengju svona hægt fyrir sig væri sú að þau væru þrjú sem ynnu að því sem ég var eftir og hefðu aðeins eina tölvu!!!!!!!!!! Ég sagði eins og svo oft áður, “þetta er eins og fyrir 100 árum síðan, Nei sagði hann eins og fyrir 200 árum”. Hins vagar gat hann glatt mig með því að þau ættu von á annari tölvu í næsta mánuði og sagði mér bara að taka lífinu með ró og koma aftur þá, því þá yrði biðin styttri. Takk fyrir…ég þarf mitt græna blað núna ekki eftir mánuð. Hugsa sér að persónuskilríki okkar urðu bara ógild 1. apríl s.l. og eingöngu Arabar, Asíu menn/konur og austur Evrópu búar sem ekki hafa fengið fulla aðild að Evrópusambandinu fá nafnskýrteini eins og við höfðum. Restin af Evrópu, við og hinir “góðu” þurfum að vera mætt klukkan 06.00 til að standa í biðröð eftir númerum sem er úthlutað kl. 09.00, þá er sjens á að við fáum númer og verðum komin inn á skrifstofuna kl. 12.00. Á meðan bíðum við úti í biðröð…Velcome to Spain.

En ég ætla ekki að láta þetta pirra mig, nóg er álagið að reyna að skýra hlutina fyrir Íslendingum sem eru að kaupa hér. ÚPS. Ég gæti líka skrifað heila ritgerð um meðhöndlun mála sem Íslendingar hafa lent í hér, eða á Kanarí…

Nóg um það. Á morgun er galað og ég verið í fíniseringu sl. tvo daga. Í gær að láta vaxa fæturna, í dag handsnyrting, neglurnar málaðar rauðar og skreyttar með gylltu skrauti, augabrúnir snyrtar og litaðar. Á morgun er það hárgreiðslan. En það fyndnasta er að ég hef ekki ákveðið í hverju ég ætla að vera. Datt í hug að fara í brúðarkjólnum, er svo skrambi flott í honum. Keypti hárauða slönguskinn skó og litla tösku í stíl um dagin og held það verði flott með kjólnum. Skartgripi á ég í miklu magni og get dundað við að velja hvað passar með. Ætla nefnilega ekki að gera neitt á morgun nema hárgreiðslustofuna og punta mig svo heima. Verð svo mætt klukkutíma áður en galað hefst á hóteli á móti þar sem ég safna saman starfsfólkinu og bíð upp á drykk. Eiginmannin fæ ég svo að sjá í gegnum dagskrána á sviðinu. Hann mun ekki einu sinni sitja við sama borð og við hin…þó erum við með frátekið sæti handa honum þar sem hann getur komið og heilsað upp á okkur af og til.

Ég er ein eins og önnur kvöld og ætla að horfa á James Bond, fara svo snemma að sofa. 

Fært undir . 2 ummæli »