Rigning enn a ný.

Byrjað að rigna á ný. Auðvitað ekkert í líkingu við það sem var um daginn, bara svona dæmigerð íslensk rigning. Ég er að horfa á James Bond, Golden Eye (smá pása). Þórey vinkona okkar var í Budapest um sl. helgi og keyrði m.a. skriðdreka eins og þann sem notaður er í Golden Eye. Ég fór að horfa á myndina í gærkvöldi en sofnaði yfir henni svo nú skal horft á seinni hlutann.

Á föstudagskvöldið fer maður á Gala, flott gala. Það er á vegum samtaka skrifstofa sem eru í útleigu á íbúðum til ferðamanna. Gabriel er varaformaður samtakanna og er þetta í annað sinn sem svona Gala er haldið. Það er mikið búið að vera gera við undirbúning. M.a. létu þeir búa til kvikmyndar auglýsingu þar sem Benidorm er augýst sem besti sumar/vetrar leyfis staðurinn og verður þessi auglýsing í kvikmyndahúsum um allan Spán næstu mánuði. Bæjarstjórn Benidorm styrkti gerðina svo og ýmsir aðilar sem njóta góðs af. Svo Gabriel sést ekki þessa dagana, er á kafi í fjörinu. Ég er að velta fyrir mér í hverju ég get verið:-o) kemur það einhverjum á óvart? Við bjóðum öllum starfsmönnum á fagnaðinn og mun ég hitta þau á bar áður og síðan förum við saman.

Annars hef ég aðrar áhyggjur núna, það er að í fyrramálið förum við Guðjón Ó, Binni og ég á lögreglustöðina til að fá pappíra sem gera okkur gilda þegna á Spáni, aftur…málið er að áður fyrr voru gefin út n.k. nafnskýrteini en nú hefur því verið hætt til “betri” Evrópubúa og þurfum við að fá það sem kallað er græna blaðið. Eftir að Evrópusambandið opnai fyrir austur blokkinni hefur skapast skelfilegt ástand í þessum málum. Meðan hér áður fyrr gengum við inn á lögreglustöðina, sóttum um og fengum skýrteinin okkar á ca. 3 vikum, þurfum við nú að mæta ekki seinna en kl. 07.00 fyrir utan lögreglustöðna til að eiga séns á að fá númer til að komast inn eftir að þeir opna kl 09.00. Marfir byrja að bíða á miðri nóttu. Síðan er það heppni ef maður er komin inn og búin að ljúka erindi sínun kl 12.00. Svo morguninn í fyrramálið fer í það að hanga í biðröð fyrir utan lögreglustöðina, vonandi verður rigning þá er séns á að færri nenni að fara.  

Svo nú er að klára Bond og fara að sofa.

Fært undir . 1 ummæli »