Tölvan að fara í frí.

Það er nú eins gott að blogga örlítið á meðan tækifæri er á. Tölvan mín er að fara í frí til Amsterdam á morgun. Ekki að ég fái að fara með, ó nei. Binni minn er að fara á tölvufund með vinum sínum úr tölvuheiminum og hann þarf svona fína ferðatölvu eins og mína með sér, svo mamma aumkaði sig yfir drenginn og tölvan mín fer með.

Annars er lítið að frétta héðan, allir hressir og kátir. Ég að byrja aftur í líkamsræktinni eftir óhöpp sumarsins. Stóratáin sem brotnaði er enn að trufla mig en ég læt það ekki stoppa lengur. Ræktin hefur alltaf sama aðdráttarafl. Svo hlakka ég til helgarinnar því ég ætla helst ekki að gera neitt. Og á morgun og föstudag ætla ég bara að vinna hálfan daginn, nota tölvuleysið sem afsökun. Ef veðrið helst óbreytt verð ég í sólbaði.

Góða helgi öll sömul og láti heyra frá ykkur.

Fært undir . 2 ummæli »