Enn rignir.

Sunnudagsmorgun og enn rignir. Á föstudagskvöldið hófst rigningin með stórfenglegri ljósasýningu á himnum, eldingarnar voru stórkostlegar. Ég sat úti á terrasi ásamt vinkonu minni, við sötruðum hvítvín við kertaljós og nutum útsýnisins. Eftir að hafa fylgst drjúga stund með glæringunum og sjá þær færast nær færðum við okkur inn í hús og það mátti ekki seinna vera. Himnarnir bókstaflega opnuðust, rigningin var slík að ég vaknaði hvað eftir annað við hávaðann frá fallandi vatninu þessa nótt. Og allan daginn í gær helliringdi, minkaði þegar dróg að kvöldi og ég varð ekki vör við neitt í nótt. Hins vegar hefur rignt nú i morgun, en ekki mikið. Vonandi er þetta gengið yfir, ekki það að við þurftum svo sannarlega á þessu að halda, bæði gróðurinn og svo ekki sýst vatnsbólin. Þetta veður hefur verið að færa sig upp ströndina en í Andalucia rigndi hagléli á stærð við golfbolta og brotniðu rúður í bílum mjög víða. Við Gabriel vorum búin að plana að fara til Murcia undir hádegið og borða að spænskum sið með Sjöfn og Eyjólfi sem nú eru í glæsihúsi sínu þar. Ég er ekki spennt að keyra hraðbrautina í rigningu en mér er sagt að þar niður frá hafi allt verið gengið yfir í gærmorgun, svo það ætti að vera þurrt sunnan við Alicante. Þá er bara að skella sér.

Fært undir . Engin ummæli »