Rigning, fótakrem og sandalar.

Hvílík rigning. Ég vaknaði um miðja nótt við rigningu af slíkum toga að ég man ekki annað eins. Lengi hélt syndaflóðið mér vakandi. Svo eins og venjulega var rigningin hætt þegar venjulegt fólk þurfti að fara á fætur og í vinnu. Ég er í pilsi og stuttermabol enda hlýtt, en ég er líka á háhæluðum bandaskóm. Og ég get lofað ykkur því að það er ekki snjallt að bera fótakerm á sig á morgnanna, fara í bandaskó og lenda svo í bullandi rigningu. Því það var nákvæmlega það sem henti mig þegar ég fór í bankann í morgun, fékk hellirigningu og varð gegnblaut, sem skiptir ekki máli því rigningin er heit, en að renna til í skónum eins og ég gerði er ekki fyndið. Ég óð auðvitað elginn og yfir polla þannig að vatnið náði mér upp fyrir ökla. En, ég komst á skrifstofuna og þornaði fljótt. 

Sól á morgun.

Fært undir . Engin ummæli »