Hvílíkur ógnar hiti.

Ég skrapp á skrifstofuna í morgun. Labbaði mína venjulegu leið og fann að hitinn hafði hækkað frá í gær. Við höfum nefnilega verið svo (ó)heppin að fá vinda frá Sahara síðustu daga, það er raunar eina vindáttin sem gefur okkur rigningu hér á Benidorm. En beint frá Sahara þýðir rauða rigningu sem við erum ekki mjög kát með, erfitt að hreinsa hvítu húsin, svalargólf og bíla. Þessir s.l. dagar hafa haft dásamlegt hitastig með rigningarúða af og til. Þegar við borðuðum “jólamatinn” úti í gærkvöld sagði ég við strákana, “þetta er eins og að vera í útilegu á Íslandi”, rigningarúði og við sátum undir miklu sóltjaldi þannig að ekki blotnuðum við. Í dag er síðan komin þessi rosa hiti. Ég hitti Gaua á kaffihúsi áður en ég fór úr bænum og hann var þá búin að trítla sömu leið og ég hafði gert nokkrum tímun fyrr. Hann sagði mér að sumir hitamælar sem urðu á vegi hans hefðu verið talsvert yfir 40C. Við vorum sammála um að þeir væru lygnir, en hitinn er svakalegur. Svo ég dreif mig heim í leigubíl, fór upp til Gaua og tók út úr þvottavél fyrir hann, setti í aðra og kom mér heim. Var fljót að fara úr fötunum og kveikja á loftkælingunni, sem ég almennt geri ekki, þ.e. að kveikja á loftkælingunni heldur læt ég blása í gegn. Núna er ég að hugsa alvarlega um að fá mér siestu. Vakna svo til að fara út í þolanlegan hita í kvöld.

Fært undir . Engin ummæli »