Stutt en góð jól.

Jæja, þá er jólamatnum lokið, drengirnir komnir til síns heima, eða farnir út á lífið og ég búin að ganga frá í eldhúsinu. Þetta var eins og við mátti búast hin stórfenglegasta máltíð. Meir að segja ég borðaði yfir mig af brúnuðum kartöflum, rauðkáli, soðnum ferskum gulrótum og ORA baunum með sósu. Strákarnir ná aldrei upp í það hvernig mamma getur gert svona líka góðar sósur og notar aldrei kjötsoð, heldur eru þær eingöngu gerðar fyrir alla, þ.e. kjöt og grænmetisætur.

Við ákváðum að halda áfram eins og við höfum gert í gegnum árin að borða saman um helgar, en breyta til. Venjulega hefur alltaf verið borðað á sunnudagseftirmiðdögum (þegar fer að kólna) og þá venjulega grillað. Nú hins vegar fá þeir að panta mat fyrir næstu helgi. Þetta höfum við gert í tvær helgar og tekist mjög vel, s.l. helgi var sú enskasta sem finnst, kjötpai til að mynna Binna á árin í London. Næstu helgi hafa þeir pantað ítalskan rétt sem þeir ólust upp við og ég skal setja á bloggið fyrir ykkur. En við umræðurnar í kvöld kom upp margt skemmtilegt og óvænt. Hvað börnin muna af því sem mamma bullaði í eldhúsinu þegar þeir voru að alast upp. Svo næstu vikur þarf ég að dusta rykið af heilasellunum og reyna að töfra fram bernskumynningar sona minna. Skemmtilegt og ögrandi verkefni.

Góða nótt. 

Fært undir Matur. 2 ummæli »

Jólin komin?

Komin laugardagur og helgin hafin. Veðrið heldur áfram að vera skrítið. Skýjað en mjög heitt, rakinn mjög mikill. Af og til sýnir sólin sig. Þó er auðvitað mikið af fólki á ströndinni, þetta er jú besta veðrið til að njóta strandlífsins.

Ég hef svo sem ekki sett mér neina dagskrá í dag, hef verið að lesa hin ýmsu blogg á mbl.is og fræðast þar um skoðanir manna á málefnum sem hæst bera á Íslandi. Skemmtileg lesning.

Þó er auðvitað stór dagur í dag, Gaui fékk mig til að samþykkja að elda hamborgarhrygg fyrir þá bræður og vin þeirra íslenskan. Svo í morgun er ég búin að sjóða rauðkálið, því það verður jú að vera heimasoðið og síðan mun ég nota eftirmiðdaginn til að dunda við eldamensku. Ætla að hafa grænmeti matreitt á spænska vísu í forrétt. Húsið lyktar eins og á Jóladag. Namm, hvað ég hlakka til…en hrygginn geta þeir borðað.

Fært undir Matur. Engin ummæli »