Þungur dagur.

Það er þungt í mér núna. Ekki bara er himininn dökk grár of skýjin æða um, heldur eru morgunfréttirnar ekki uppörvandi. ETA byrjaðir á fyrri iðju, þ.e. að ráðast á Guardia Civil, sem er ein af 3 mismunandi lögreglum á Spáni. Í nótt var sendibíl með sprengiefni keyrt að byggignu þeirra í einum bæ í Baskalandi. Sprengingin var öflug en sem betur fór dó engin, tveir lögreglumenn slösuðust. Guardia Civil sem stofnuð var af Franco og þjónaði honum er auðvitað hið besta fólk, en vegna grimdaverka þeirra á Franco tímanum eru margir Spánverjar enn hræddir við þá. Þeir liggja vel við höggi fyrir ETA því Franco lét byggja ferkantaðar miklar byggingar með torgi í miðjunni fyrir þessa lögreglu sína og þar bæði unnu þeir og bjuggu með fjölskyldur sínar, og þannig er það enn.

Annað sem hryggir mig og gerir mig reiða í morgunsárið er að í gærkvöldi var 51. konan myrt af maka sínum, eða fyrverandi maka það sem af er ársins, hér á Spáni. Og maðurinn er 73 ára…hvað er að fólki?

Fært undir . 1 ummæli »