Kaldur eða volgur bjór?

Svo sem ekki mikið að frétta héðan, og þó. Alltaf eitthvað að gerast í pólitíkinni, búið að banna allar framkvæmdir í Benidorm sem kalla á að gámar séu staðsettir á bílastæðum. Ágúst og fjöldi bíla hreint ótrúlegur svo hvergi er bílastæði að fá, en þessi ákvörðun var tekin og henni hrundið í framkvæmd í júlí. Nú á að setja stopp á byggingu einnar Gemelos framkvæmdarinnar sem byrjað er á í nágreni við okkur. Þannig er að fyrir margt löngu var byggð há blokk á tanganum milli okkar og Benidorm, blokk þessi var byggð án leifis og var því aldrei samþykkt sem íbúðarhúsnæði. Árin liðu og ýmsir settust að í blokkinni sem leiddi til þess að hlerar voru settir fyrir hurðir og dyr. Þetta var auðvitað hræðileg sjón, og hún byrgði útsýn fyrir allt og alla því hún var byggð nákvæmlega á tanganum við enda Levante strandarinnar. En loks var hún rifin s.l. vetur en var þá ekki eignarhaldsfélagið sem á allar Gemelos byggingarnar á Benidorm búið að kaupa lóðina!!!af hverjum? því þetta var “no mans land” þess vegna var fyrri byggingin aldrei samþykkt. Alla vega, þeir eru byrjaðir að byggja og hvílík eyðilegging á umhverfinu sem þessi 30 hæða bygging mun verða. EN…sósíalistar sem eru bara einum manni færri í borgarstjórn komu málum þannig fyrir að nú fer þetta til umhverfisnefndar og hún hefur bara eitt að segja. Fjallið er friðað og þar má ekki byggja. Það var svo greinilega skýrt frá því þegar verið var að byggja húsið sem ég bý í að þetta yrði síðasta byggingin í fjallinu, þurftum við m.a. að bíða 4 ár eftir að fá íbúðina afhenta vegna þess að framkvæmdir voru stoppaðar oftar en einu sinni. Er þó Villa Marina byggð eins umhverfisvæn og hægt er því hún liggur í fjallinu en rís ekki eins og skrímsli beint til himins. Fyrir svo utan að VM er bara 16 hæðir sem þykir smáhýsi hér.

En yfirskriftin er kaldur eða volgur bjór. Mikið er skemmtilegt að fylgjast með dægurmálum á Íslandi, hvort vill þyrstur einstaklingur kaupa kaldan eða volgan bjór ef hann á annað borð langar í bjór? Hvað er að í þessu annars ágæta landi? 

Áður en ég kveð langar mig að segja ykkur frá því að í fyrrinótt vaknaði ég við þessa líka rosalegu rigningu, allir gluggar og hurð í svefnherberginu opið út og hvilík læti. Lokaði öllu og hélt áfram að sofa. Rigningin var búin þegar vinnandi fólk fór á fætur í gærmorgun en hvílíkur munur á loftinu, hitinn hafði farið niður um margar gráður og auðvelt var að draga andann. Svona er nú rigningin góð. 

Fært undir . Engin ummæli »