Ágúst!!!

Annasamasti mánuður ársins. Spánverjar og Mið-Evrópu búar eru í sumarfríum í ágúst. Vaninn er að mánuðinum sé skipt þannig að fólk fer annaðhvort tvær fyrri vikurnar eða tvær seinni. Umferðin á vegunum er gífurleg, sérstaklega 1. 15. og í lok mánaðarins. Þann 15. s.l. létust 158 manns í bílslysum sem þykir auðvitað mjög há tala, en um sömu helgi í fyrra létust 100 fleiri, svo hin mikla barátta fyrir bættri umferðarmenningu er vonandii að skila sér til ökumanna.

Ágúst er líka annasamasti mánuðurinn hjá okkur. Allar íbúðir fullbókaðar með löngum fyrirvara. Þessi helgi er mjög stór í skiptingum þannig að ég er búin að vera að vinna yfir helgina, sé um Villa Marina þar sem ég bý. Þegar þetta er skrifað á sunnudagsmorgni kl. 11.30 að mínum tíma er ég búin að heypa út úr öllum íbúðum sem fara í dag og verið er að þrýfa þær, síðan á ég eftir að hleypa fólki inn í eftirmiðdaginn. Svo núna ætla ég að leggjast út á sólbekk með Budda bókina sem ég er að lesa.

Fært undir . Engin ummæli »