Mánudagur :-(

Jæja góðir hálsar.

Þið í verslunarmannahelgi, “góðu veðri” og fjöri. Ég í fjöri, það vantar ekki en ekki þeirri tegund sem maður endilega vill. Fyrsta helgi mánaðarins, ferðamenn streyma til Benidorm og við höfum staðið á haus. Ofan á bætast við vandamál með starfsfólk. Eins gott að ég átti rólega helgi, tók bara eitt starf að mér á laugardaginn var og naut mín þar fyrir utan. Af-frysti ísskápinn í eldhúsinu og þvoði eldhússkápana að innan, var bara mjög snögg að þessu. Ísskápurinn á terrasinu bíður betri tíma.

Sorglegar fréttir í morgun, 22 létust í umferðarslysum um helgina, 2 færri en um sömu helgi í fyrra. En svona er umferðin hér sem annarsstaðar. En alltaf mjög sorglegt.

Ætla heim fljótlega því ég þarf að vera á fundi kl. 20,00.

Heyrumst.

Fært undir . Engin ummæli »