Hitinn hækkar.

Ekkert lát á hitanum og hann hækkar. Skógareldar farnir að ógna okkur hér en við höfum verið mjög heppin í sumar hvað þá varðar. Við misstum 11 slökkviliðsmenn í einum og sama eldinum í fyrra sumar.

Annars erum við öll mjög slegin hér eftir skyndilegt andlát unga fótboltamannsis Antonio Puerta sem dó aðeins 22 ára í gær. Hann lætur eftir sig unnustu sem komin er 7 mánuði á leið með fyrsta barn þeirra. Fjölskylda hans virti ummæli sem hann hafði einhvertíma látið frá sér um að ef hann dæi ungur vildi hann gefa líffæri sín. Svo læknar á sjúkurahúsinu þar sem hann dó unnu þarft verk í gær og vonandi munu líffæri hans bjarga nokkrum lífum. Þetta er nokkuð sem mér hefur lengi fundist mjög áríðandi að fólk hugsi um. Þegar ég flutti til Englands 1994 og skráði mig í sjúkurasamlagið þurfti ég m.a. að útfylla pappíra þar sem spurt hvort ég vildi gefa líffæri mín. Ég ákvað að auðvitað myndi ég gefa öll þau líffæri sem nothæf væru. Þegar Binni minn svo flutti til mín ári seinna þurfti ég að gera slíkt hið sama með hann. Við ræddum málið og hann gat ekki hugsað sér að líffæri sín yrðu fjarlægð ef hann dæi, enda bara 10 ára þegar þetta var. Núna hins vegar er hann annarar skoðunar.

Fleiri dóu hér í gær. Einn frægasti nautabani “gömlu daganna” dó og einnig einn virtasti og vinsælasti rithöfundur Spánar. Svo fréttirnar hafa verið yfirfullar af umræðum um þessa 3 menn. En í morgunfréttunum stóð þó ein frétt eins og rauð skvetta á skjánum, 52. konan hafði verið myrt af maka/fyrverandi maka. Þetta er hræðilegra en tekur nokkrum orðum.

En lífið heldur áfram og ég hef helgina til að hlakka til. Vinkona mín sem býr hér er karlalaus um helgina og við ætlum að njóta lífsins saman, fara á ströndina, út að borða og á Benidorm Palace sem er að halda upp á 30 ára afmæli sitt. B.P. er skemmtistaður þar sem haldnar eru einhverjar flottustu danssýningar og aðrað sýningar, sem hugsast getur. Kabarett er þetta venjulega kallað hjá farastjórum. 

Heyrumst.

Fært undir . 1 ummæli »

Hvílíkur ógnar hiti.

Ég skrapp á skrifstofuna í morgun. Labbaði mína venjulegu leið og fann að hitinn hafði hækkað frá í gær. Við höfum nefnilega verið svo (ó)heppin að fá vinda frá Sahara síðustu daga, það er raunar eina vindáttin sem gefur okkur rigningu hér á Benidorm. En beint frá Sahara þýðir rauða rigningu sem við erum ekki mjög kát með, erfitt að hreinsa hvítu húsin, svalargólf og bíla. Þessir s.l. dagar hafa haft dásamlegt hitastig með rigningarúða af og til. Þegar við borðuðum “jólamatinn” úti í gærkvöld sagði ég við strákana, “þetta er eins og að vera í útilegu á Íslandi”, rigningarúði og við sátum undir miklu sóltjaldi þannig að ekki blotnuðum við. Í dag er síðan komin þessi rosa hiti. Ég hitti Gaua á kaffihúsi áður en ég fór úr bænum og hann var þá búin að trítla sömu leið og ég hafði gert nokkrum tímun fyrr. Hann sagði mér að sumir hitamælar sem urðu á vegi hans hefðu verið talsvert yfir 40C. Við vorum sammála um að þeir væru lygnir, en hitinn er svakalegur. Svo ég dreif mig heim í leigubíl, fór upp til Gaua og tók út úr þvottavél fyrir hann, setti í aðra og kom mér heim. Var fljót að fara úr fötunum og kveikja á loftkælingunni, sem ég almennt geri ekki, þ.e. að kveikja á loftkælingunni heldur læt ég blása í gegn. Núna er ég að hugsa alvarlega um að fá mér siestu. Vakna svo til að fara út í þolanlegan hita í kvöld.

Fært undir . Engin ummæli »

Stutt en góð jól.

Jæja, þá er jólamatnum lokið, drengirnir komnir til síns heima, eða farnir út á lífið og ég búin að ganga frá í eldhúsinu. Þetta var eins og við mátti búast hin stórfenglegasta máltíð. Meir að segja ég borðaði yfir mig af brúnuðum kartöflum, rauðkáli, soðnum ferskum gulrótum og ORA baunum með sósu. Strákarnir ná aldrei upp í það hvernig mamma getur gert svona líka góðar sósur og notar aldrei kjötsoð, heldur eru þær eingöngu gerðar fyrir alla, þ.e. kjöt og grænmetisætur.

Við ákváðum að halda áfram eins og við höfum gert í gegnum árin að borða saman um helgar, en breyta til. Venjulega hefur alltaf verið borðað á sunnudagseftirmiðdögum (þegar fer að kólna) og þá venjulega grillað. Nú hins vegar fá þeir að panta mat fyrir næstu helgi. Þetta höfum við gert í tvær helgar og tekist mjög vel, s.l. helgi var sú enskasta sem finnst, kjötpai til að mynna Binna á árin í London. Næstu helgi hafa þeir pantað ítalskan rétt sem þeir ólust upp við og ég skal setja á bloggið fyrir ykkur. En við umræðurnar í kvöld kom upp margt skemmtilegt og óvænt. Hvað börnin muna af því sem mamma bullaði í eldhúsinu þegar þeir voru að alast upp. Svo næstu vikur þarf ég að dusta rykið af heilasellunum og reyna að töfra fram bernskumynningar sona minna. Skemmtilegt og ögrandi verkefni.

Góða nótt. 

Fært undir Matur. 2 ummæli »

Jólin komin?

Komin laugardagur og helgin hafin. Veðrið heldur áfram að vera skrítið. Skýjað en mjög heitt, rakinn mjög mikill. Af og til sýnir sólin sig. Þó er auðvitað mikið af fólki á ströndinni, þetta er jú besta veðrið til að njóta strandlífsins.

Ég hef svo sem ekki sett mér neina dagskrá í dag, hef verið að lesa hin ýmsu blogg á mbl.is og fræðast þar um skoðanir manna á málefnum sem hæst bera á Íslandi. Skemmtileg lesning.

Þó er auðvitað stór dagur í dag, Gaui fékk mig til að samþykkja að elda hamborgarhrygg fyrir þá bræður og vin þeirra íslenskan. Svo í morgun er ég búin að sjóða rauðkálið, því það verður jú að vera heimasoðið og síðan mun ég nota eftirmiðdaginn til að dunda við eldamensku. Ætla að hafa grænmeti matreitt á spænska vísu í forrétt. Húsið lyktar eins og á Jóladag. Namm, hvað ég hlakka til…en hrygginn geta þeir borðað.

Fært undir Matur. Engin ummæli »

Þungur dagur.

Það er þungt í mér núna. Ekki bara er himininn dökk grár of skýjin æða um, heldur eru morgunfréttirnar ekki uppörvandi. ETA byrjaðir á fyrri iðju, þ.e. að ráðast á Guardia Civil, sem er ein af 3 mismunandi lögreglum á Spáni. Í nótt var sendibíl með sprengiefni keyrt að byggignu þeirra í einum bæ í Baskalandi. Sprengingin var öflug en sem betur fór dó engin, tveir lögreglumenn slösuðust. Guardia Civil sem stofnuð var af Franco og þjónaði honum er auðvitað hið besta fólk, en vegna grimdaverka þeirra á Franco tímanum eru margir Spánverjar enn hræddir við þá. Þeir liggja vel við höggi fyrir ETA því Franco lét byggja ferkantaðar miklar byggingar með torgi í miðjunni fyrir þessa lögreglu sína og þar bæði unnu þeir og bjuggu með fjölskyldur sínar, og þannig er það enn.

Annað sem hryggir mig og gerir mig reiða í morgunsárið er að í gærkvöldi var 51. konan myrt af maka sínum, eða fyrverandi maka það sem af er ársins, hér á Spáni. Og maðurinn er 73 ára…hvað er að fólki?

Fært undir . 1 ummæli »

Kaldur eða volgur bjór?

Svo sem ekki mikið að frétta héðan, og þó. Alltaf eitthvað að gerast í pólitíkinni, búið að banna allar framkvæmdir í Benidorm sem kalla á að gámar séu staðsettir á bílastæðum. Ágúst og fjöldi bíla hreint ótrúlegur svo hvergi er bílastæði að fá, en þessi ákvörðun var tekin og henni hrundið í framkvæmd í júlí. Nú á að setja stopp á byggingu einnar Gemelos framkvæmdarinnar sem byrjað er á í nágreni við okkur. Þannig er að fyrir margt löngu var byggð há blokk á tanganum milli okkar og Benidorm, blokk þessi var byggð án leifis og var því aldrei samþykkt sem íbúðarhúsnæði. Árin liðu og ýmsir settust að í blokkinni sem leiddi til þess að hlerar voru settir fyrir hurðir og dyr. Þetta var auðvitað hræðileg sjón, og hún byrgði útsýn fyrir allt og alla því hún var byggð nákvæmlega á tanganum við enda Levante strandarinnar. En loks var hún rifin s.l. vetur en var þá ekki eignarhaldsfélagið sem á allar Gemelos byggingarnar á Benidorm búið að kaupa lóðina!!!af hverjum? því þetta var “no mans land” þess vegna var fyrri byggingin aldrei samþykkt. Alla vega, þeir eru byrjaðir að byggja og hvílík eyðilegging á umhverfinu sem þessi 30 hæða bygging mun verða. EN…sósíalistar sem eru bara einum manni færri í borgarstjórn komu málum þannig fyrir að nú fer þetta til umhverfisnefndar og hún hefur bara eitt að segja. Fjallið er friðað og þar má ekki byggja. Það var svo greinilega skýrt frá því þegar verið var að byggja húsið sem ég bý í að þetta yrði síðasta byggingin í fjallinu, þurftum við m.a. að bíða 4 ár eftir að fá íbúðina afhenta vegna þess að framkvæmdir voru stoppaðar oftar en einu sinni. Er þó Villa Marina byggð eins umhverfisvæn og hægt er því hún liggur í fjallinu en rís ekki eins og skrímsli beint til himins. Fyrir svo utan að VM er bara 16 hæðir sem þykir smáhýsi hér.

En yfirskriftin er kaldur eða volgur bjór. Mikið er skemmtilegt að fylgjast með dægurmálum á Íslandi, hvort vill þyrstur einstaklingur kaupa kaldan eða volgan bjór ef hann á annað borð langar í bjór? Hvað er að í þessu annars ágæta landi? 

Áður en ég kveð langar mig að segja ykkur frá því að í fyrrinótt vaknaði ég við þessa líka rosalegu rigningu, allir gluggar og hurð í svefnherberginu opið út og hvilík læti. Lokaði öllu og hélt áfram að sofa. Rigningin var búin þegar vinnandi fólk fór á fætur í gærmorgun en hvílíkur munur á loftinu, hitinn hafði farið niður um margar gráður og auðvelt var að draga andann. Svona er nú rigningin góð. 

Fært undir . Engin ummæli »

Ágúst!!!

Annasamasti mánuður ársins. Spánverjar og Mið-Evrópu búar eru í sumarfríum í ágúst. Vaninn er að mánuðinum sé skipt þannig að fólk fer annaðhvort tvær fyrri vikurnar eða tvær seinni. Umferðin á vegunum er gífurleg, sérstaklega 1. 15. og í lok mánaðarins. Þann 15. s.l. létust 158 manns í bílslysum sem þykir auðvitað mjög há tala, en um sömu helgi í fyrra létust 100 fleiri, svo hin mikla barátta fyrir bættri umferðarmenningu er vonandii að skila sér til ökumanna.

Ágúst er líka annasamasti mánuðurinn hjá okkur. Allar íbúðir fullbókaðar með löngum fyrirvara. Þessi helgi er mjög stór í skiptingum þannig að ég er búin að vera að vinna yfir helgina, sé um Villa Marina þar sem ég bý. Þegar þetta er skrifað á sunnudagsmorgni kl. 11.30 að mínum tíma er ég búin að heypa út úr öllum íbúðum sem fara í dag og verið er að þrýfa þær, síðan á ég eftir að hleypa fólki inn í eftirmiðdaginn. Svo núna ætla ég að leggjast út á sólbekk með Budda bókina sem ég er að lesa.

Fært undir . Engin ummæli »

Göngugarpur

Jæja þá er ég byrjuð að ganga aftur í vinnuna eftir óhappið, búin að ganga tvisvar og einu sinni til baka. Í morgun var ljúft að ganga því það var skýjað og smá vindur, en ég fer hægar en áður. Þessar tvær tær sem brotnuðu þurfa að leika lausum hala þannig að ég varð að fara á háhæluðum opnum skóm, þeim sömu og ég var í þegar ég hrapaði. En ég komst alla leið og er ánægð með sjálfa mig.

Mannlífið á ströndinni er ákaflega fjölskrúðugt. Sumir liggja sofandi eftir djamm næturinnar, aðrir eru að skríða í ýmsu ástandi heim af djamminu, enn aðrir og þeir eru margir eru á morgunskokkinu bullandi sveittir og margir mjög stæltir. Svo eru auðvitað þúsundir mættir á handklæðin til að verða brúnir. Ég skamma sjálfa mig í hvert skipti sem ég geng á milli að vera ekki búin að kaupa mér svitaband um ennið, maður svitnar ekkert minna en skokkararnir í hitanum.

Úti að borða í hádeginu í gær!!! Ekki þar fyrir að ég borða jú alltaf á hverfisbörunum í hádeginu, en það er nú bara salat eða brauðmoli. Í gær buðum við ömmu Gabriels í hádegisverð því hún varð 89 ára daginn áður, þ.e. á Dýrlingadaginn. Og enn eins og unglingur. Auðvitað var borðað að spænskum sið og teknir 3 tímar í það. Sigga Rúna tengdadóttir mín skrifaði í athugasemdir við Dýrlingadags bloggið hvað hún saknaði mikið matarins hér á Spáni, en hún bjó hér og vann í eitt ár. Ég veiti ekki Sigga mín hvort þú manst að það voru 6 ár síðan þú komst til okkar (til að vinna og læra spænsku) 15. ágúst, á Dýrlingadaginn. Já tíminn líður hratt.

Það er aldrei að vita nema ég skjóti inn eins og einni uppskrift um helgina, ég ætla að “bulla” eitthvað í eldhúsinu. Þarf að vera bundin heima um helgina því ég mun sjá um að hleypa öllum gestum út og svo hinum inn sem eru að koma í íbúðir í Villa Marina.

Vonandi eigið þið góða helgi öll sömul, og gaman væri ef þið væruð duglegri að kvitta fyrir heimsóknir. Það er svooo gaman að fá komment.

Fært undir . 1 ummæli »

15. ágúst, dýrlingadgur.

Dýrlingadagur, hvað er það? Jú, allir dýrlingar kaþólskar trúar eiga sér “nafnadag” sem er almennur hátíðisdagur á Spáni. Ég ætla bara ekki að segja ykkur hvað þessir dagar eru margir á ári, en þeir eru mis-merkilegir. Sumir dýrlingar fá margra km. skrúðgöngur í tilefni dagsins, aðrir minna. Þó er það breytilegt eftir héruðum. María mey t.d. hefur ansi marga daga á ári því hún hefur svo mörg verkefni blessuð konan, hún er dýrlingur þjáninganna, fiskimannanna, upprisunnar, móður hlutverksins og þá sem móðir okkar allra. Skrúðgöngurnar sem gengnar eru á Maríu dögum eru endalausar, líkneski hennar er borið fremst og þá erum við ekki bara að tala um litla styttu. Mest eru hátíðarhöldin þegar hún er heiðruð sem dýrlingur sjómananna, þá eftir miklar skrúðgöngur er siglt með hana út í hafnarmynni sjávarplássanna og henni “drekkt”, þ.e. líkneskið er látið síga í hafið og er þar sólarhring áður en það er hýft upp aftur. Þetta er til að vernda líf sjómanna og veita góðan afla.

En, við hjónin boruðum með mörgum fjölskyldumeðlimun Gabriels í dag. Hann byrjaði daginn á að kafa, ég að vinna á skrifstofunni!!! Síðan fórum við á veitingastaðinn þar sem fjölskyldan borðar alltaf saman þegar á að borða Paellu. Við vorum 15, allt frá föðurfjölskyldu hans, 5 komin alla leið frá Frakklandi. Hann var sá eini af systkyninum sem er dæmigert fyrir fjarskylda ættingja, elsti karlmaðurinn í hverri fjölskyldu hefur mikliu hlutverki að gegna. Ekki þar fyrir að “spænski” parturinn, þar er þeir sem eru búsettir hér hittast oft og þá eru systurnar með hafi þær tíma…

Eftir að hafa borðað ca. 10 forrétti kom loks Paellan, og eins og alltaf stórkostleg. En mér var hugsað til Íslands og landa minna þegar verið var að borða grillaðar sardínur sem Spánverjar elska. Þeir taka sardínuna í einum bita, halda um hausinn á henni og sporðrenna restinni, beinagrindin kemur svo í heilu lagi ásamt hausum út úr munninum á þeim. Ekki minn stíll.

Annars er sardínan mjög merkileg í spænskri menningu, en þó aðalega á Kanarý eyjum, þar er sardínu skrúðganga árlega sem endar með því að blessaðri sardínunni er drekkt að lokum.

Er eki komin tími ti að segja “góða nótt”.

Fært undir . 2 ummæli »

HELGARLOK.

Sunnudagkvöld og helgin verið ævintýraleg. Ég borðaði á mjög góðum fiskistað á ströndinni í Altea á föstudagskvöldið var með góðum vinkonum, enskum. Við áttum hið skemmtilgasta kvöld. Í gærkvöldi vorum við Gabriel hjá ensku vinum okkar í Altea Hills eins og ég hef bloggað um áður. Kvöldið var dásamlegt, húsið þeirra er eins og þið sjáið í glamor bíómyndum. Við borðuðum úti á terrasi frá efstu hæðinni, þ.e. hæðinni þar sem gengið er inn í húsið. Eftir að hafa farið í gegnum tilkomumikla forstofu og borðstofu gengum við út á terras þar sem er setustofa, úti-borðstofan er síðan á samliggjandi terrasi. Þaðan horfum við yfir hæðina, Altea, Albir og allan flóann. Ef maður hins vegar lítur beint niður af terrasinu sér maður upplýsta sundlaugina með höfrungi í botninum. Húsið er á 3 hæðum og er sólarverönd á þakinu, merkilegt þar sem verandir eru á hverri hæð og mikið pláss umhverfis sundlaugina, en…svona vilja sumir búa. Brian vinur okkar hafði undirbúið vínsmökkun á rauðvínum, vitandi um bakgrunn Gabriels í þeim efnum. Hann hafði tekið fram 6 mismunandi vín og nú átti að smakka. Fyrst byrjuðum við á víni frá Suður Afriku áttappað 2001. Ég skráði allt samviskulega niður en gleymdi miðanum þar efra svo þið fáið nöfn og vínhús seinna. Þetta vín drukkum við fyrir matinn, stórkostlegt vín, mjúkt og fullt af bragði, rjómakennt vín. Síðan settumst við til borðs og með forréttinum drukkum við Campo Viejo Reserva 2002 og það svíkur jú aldrei. Með aðlréttinum kom svo toppurinn eða þannig. Venjan er að þegar verið er að smakka vín er alltaf byrjað á því yngsta og endað á því elsta. Vínið sem við drukkum með aðalréttinum er spænskt en ég mað ekki hvaðan, það var 32 ára gamalt. Gestgjafinn sem viðurkennir að hafa ekki mikið vit á vínum gerði þau mistök að opna ekki flöskuna áður en við komum svo vínið gæti andað vel. Svo við heltum því yfir á kareflu í dropavís svo það tæki sem mest súrefni á leiðinni og létum það bíða um stund. Niðurstaðan var mjög gott vín, en það er alltaf hætta með svona gömul vín, annað hvort eru þau góð eða ónýt. Ástæðurnar eru svo margar og misjafnar. Þar með lauk vínsmökkuninni þó vinur okkar hafi verið búinað stylla upp 6 mismunandi vínum. Matseðilinn var hins vegar mjög merkilegur. Ostar, ólífur og möndlur með fyrsta víninu, indverskur karryréttur með því næsta og grillaðar nautasteikur í aðalrétt. Ég fékk grænmetispai. Allt mjög gott en samsetningin sérkennileg. Flugeldasýningin var síðan um miðnætti og kom skemmtilega á óvart, því eins og ég sagði í fyrra bloggi þá er hún aldrei eins tilkomumikil séð ofanfrá eins og af ströndinni. En, fullkomið kvöld.

Í dag hef ég legið í sólbaði, um klukkan 18.00 fór að draga fyrir sólu og við sem þekkjum skýin sáum að rigning var að hellast yfir og hún yrði mikil. Í stuttu máli, það ringdi haglélum í golfboltastærð svo ég hljóp á milli herbergja til að byrgja gluggana, síðan út á terras til að ganga úr skugga um að öll niðurföll væru laus við gróður. Þetta stóð ekki nema 15-20 mínútur en hvílíkt flóð og þrumurnar sem fylgdu. Í íbúðinni við hliðina á mér eru 5 ungar íslenskar stúlkur og þær upplifðu stórkostlegustu stund lífs síns. Allar á bikini hrópandi og dansandi yfir að fá að upplifa svona andartak sem þær hafa bara séð í fréttum. Þær komu til mín eftir að þessu lauk til að biðjast afsökunar yfir því hvað þær höfðu hátt!!! Skiljanlegt að gleðjast yfir náttúru undrunum meðan þau valda ekki skaða. 

Góða nótt.

Fært undir Matur. 1 ummæli »