Matur, matur og meiri matur.

Komin heim eftir að hafa borðað hefðbundin sunnudagsmat á veitingahúsi við ströndina. Veitingahús sem við veljum nær alltaf á sunnudögum. Þar sitjum við í mölinni undir sólhlífum og borðum. Staður sem íslenskum ferðamönnum dytti aldrei í hug að heimsækja. Spánverjar, fjölskyldur eða vinir borða venjulega saman á veitngahúsum á sunnudögum. Þarna vorum við með frænda Gabriels, konu hans og tveim dætrum. Fyrst fengum við brauð, alioi sem er hvítlauks maiones, marin tómat og niðursoðnar paprikur. Salat og sardínur. Svo kom Paellan…OH, hvílíkur unaður. Og eins og Alcoy manna er siður borðuðum við beint úr pönnunni, það er ótrúlegt hvað bragðið breytist þegar búið er að setja Paellu á diska. Að lokum fengu sumir sér eftirrétt og síðan kaffi. Það er eitt sem Íslendingar eiga erfitt með að skilja, Spánverjar drekka aldrei kaffi með eftirréttinum/tertunum heldur enda þeir á kaffi og líkjör. Að svona máliðið lokinni er bara eitt að gera, fara heim og taka siestu…

Fært undir . Engin ummæli »

Dagur 5, sunnudagur.

Ég er hægt og rólega að koma til. Í gær fór ég út í fyrsta skipti. Systursonur Gabriels hélt upp á 15 ára afmæli sitt og fór öll fjölskyldan að borða saman. Það var skrambi erfitt að hafa ekkert undir fæturnar en ég gleymdi verkjum fljótt því félagsskapurinn var skemmtilegur. Svo kom Óskar Marinó og foreldrar í heimsókn í gærkvöldi og við skemmtum okkur vel eins og venjulega Óskar og ég. 

Nú er Gabriel í kafi en meiningin er að borða Paellu í dag með frænda hans og fjölskyldu sem búa uppi í fjöllunum og eru hér í helgarfríi. En fram að því ætla ég að reyna að liggja í sólbaði.

Ég fékk lítinn gest í morgunmat, hann Bragi klóraði í hurðina. Bragi er kisan hans Gaua og kemur hér reglulega að sníkja sér mat og láta klóra sér. Hann er sérvitur köttur, vill bara kattarkex á meðan Xeno, Binna kisa kýs helst harðfisk þegar hann  kemur. Sem er sjaldan því hann er svo mikill hefðarköttur að hann vill að fólk komi til sín og þá með harðfisk meðferðis.

Njótið dagsins.

Fært undir . Engin ummæli »