Föstudagur.

Jæja, langþráður föstudagur runnin upp heitur, mjög heitur. Í fréttum í morgun var farið yfir veðurspána fyrir helgina, áframhaldandi hiti, en við hverju býst maður við búum jú á Spáni og þar á að vera heitt. Hér bráðna engir jöklar og ógna yfirborði sjávar. Það var líka í fréttunum að hitametið á landinu var slegið í Cordoba í gær, 48C í forsælu og á miðnætti þar var hitinn 42C. Þó ég sé hrifin af sól og hita vildi ég ekki vera í slíkum ósköpum. Rafvirkjinn kom aldrei í gær svo hér sitjum við enn svitnandi með bilaða loftkælingu. Reynum að leysa máli með því að hafa opna glugga og hurðina út á ganginn, en hávaðinn frá umferðinni er skelfilegur. Þó er það skárra en kafna úr hita og loftleysi. Við hjónakornin vorum heima í gærkvöldi, fyrsta kvöldið í vikunni sem við borðum ekki úti, Gabriel eldaði pasta og síðan ætluðum við að horfa á bíómynd en ég auðvitað sofnaði á fyrstu mínútu (eins og alltaf). Svo ég get ekkert sagt um myndina, pass.

Úr pólitíkinni er lítið að frétta, eða þannig. En Gabriel ofl. eru boðaðir á fund eftir helgina með lögregluyfirvöldum vegna nýrrar aðferðar sem ETA hafa tekið upp í hriðjuverkastarfseminni. Þeir eru farnir að skilja eftir mobil síma á götunni og þegar saklausir vegfarendur taka upp símann springur hann. Hvernig verður brugðist við þessu hér er eitt af því sem verður rætt á fundinum. Fyrst og fremst verður að reyna að forðast að hræða ferðamenn, en samt er það skilda okkar sem þjónustum þá að gera eitthvað. Þetta eru aldrei auðveld mál. Ég er svo reið yfir því að ETA skildi lýsa yfir að vopnahlé yrði laggt niður, með því ná þeir engu fram.

Góða helgi. 

Fært undir . Engin ummæli »