Sunnudagskvöld

Við vorum að koma heim frá Madrid. Áttum þar frábæra helgi með vinum. Ansi þreytt…fórum á meiriháttar veitingastað í gærkvöldi þar sem ungir óperusöngvarar klæddir sem þjónar sungu aríur úr óperum. Maturinn frábær og vínið ekki síðra. En fékk heldur of mikið, svo þreytan er meiri en ella. Vorum á þeytingi alla helgina þar sem vinir okkar höfðu ekki komið til Madrid áður og mér hafði verið falið að skipuleggja ferðina. Allt var bara frábært, matur, menning, veðrið og ekki skemmdi félagsskapurinn.

Ég hafði ætlað að blogga um eitthvað svo skemmtilegt sem gerðist fyrir helgi en hafði ekki tíma, og auðvitað er ég búin að gleyma því núna. En það kemur til baka og ég skelli því á bloggið.

Nú ætla ég á vit draumanna.

Góða nótt. 

Fært undir . 1 ummæli »