Sólin komin.

Jæja, rigningarmet var slegið, ekki gerst í áratugi að rignt hefur á Benidorm samfleitt í rúman sólarhring. Venjulega erum við afgreidd á hámark einum-tveim tímum. Gabriel lísti þessu eins og sumar rigningu á Íslandi því það var hlýtt. En mikið er gott að sjá sólina aftur. Annars er stórkostlegur atburður frammundan, 6. apríl verður hér nautaat sem er ekkert nýtt, en einn af nautabönunum sem mun kvelja naut er sá frægasti, mest sexý og umtalaðasti á Spáni. Hann er svo fallegur að það liggur við að ég mæti til að komast í návígi við drenginn!!!og er þá mikið sagt. Ég og nautaöt eigum ekki vel saman.             

Annars er ég að ná mér eftir heimferðina. Aldrei skal ég ferðast nema í beinu flugi til Íslands aftur. Hvílíkt! Byrjaði í Keflavík í inntjekki hjá Iceland Express. Ég var með 3 kíló yfirvikt, elskuleg stúlka sem tékkaði inn sagði mér að þeir rukkuðu fyrir hvert kíló, það væri nú annað að tékka inn fyrir Flugleiði, þar hefði ég flogið inn með 8 kg. Alla vega, hún spurði hvort ég gæti ekki létt á töskunni með því að setja eitthvað í handfarangur. Nei, það gat ég ekki af því ég var að fara í tengiflug. Svo á endanum tók ég eina af handtöskunum sem ég kom með og setti tvenn pör af skóm þar í ásamt litlum pakka sem mér hafði verið gefið, þetta reyndust tvö kg. þannig að hún sleppti mér með eina kílóið í yfirvigt. Daníel keyrði mig til Kef. og var svo elskulegur að koma með mér inn þannig að hann tók töskuna með sér til baka. Síðan er þá að reyna að koma henni með einhverjum sem á leið hingað í sumar. Flugið til Stansted gekk vel nema hvað ég svaf ekki eins og ég hafði ætlað. Þegar þangað kom tók við 8 tíma bið þar til ég komst í loftið á ný. Vitandi að ég gæti aðeins haft eina ferðatösku í flugi með Easy Jet (reyndar má maður hafa aðra en verður þá að borga fyrir hana) var ég bara með eina og minnstu gerð af flugfreyjutösku sem handfarangur svo og dömutöskuna sem hafði að geyma snyrtibudduna, peninga og annað smáræði sem þó er nauðsynlegt hverri dömu. Loks kom að því að ég gæti tékkað inn og gekk það allt vel fyrir sig, ég var jú bara með 1kg. í yfirvigt. Glöð hélt ég að stað í vopnaleitina en áður en mér tókst að komast svo langt var ég stoppuð af tveim ungum mönnum sem höfðu þann starfa að fylgjast með ferðalöngum á leið inn í flughöfnina. Madam, þú ert með TVÆR töskur, sagði annar, Ég veit það fullvel svaraði ég, enda var ég búin að vera með þessar töskur í 12 tíma. Já, en þú mátt bara hafa eina sagði drengurinn. Ég mótmælti því, þóttist vita betur, ég hef jú unnið við að tjekka inn Íslendinga í fleiri ár og þeir eru með handfarangur skal ég segja ykkur. Allt sem ég sagði endurtók hann við félaga sinn. Svei mér ef þessi hefur náð leikskólaprófi. Nú var farið að síga í mig, ég sem sagt varð að tjekka inn aðra hvora töskuna, handtaskan varð að fyllgja mér, hin hafði að geyma páskaegg og annað brothætt sem mér stóð sko ekki á sama um. Að lokum gafst ég upp, reglurnar höfðu verið settar fyrir 4 mánuðum sagði snillingurinn, þær virtust þó ekki vera í gildi þegar ég fór frá Stansted tæpum mánuði fyrr. Skokkaði til baka til að innrita páksaeggjatöskuna og borga fyrir það 10 pund sem mér var svo sem sama um, en ekki að hugsa til töskunnar kastað fram og til baka. Svaf svo alla leiðina heim. Er enn hundfúl út í geðþótta reglur sem farið er eftir af og til. Eitt páskaegg brotnaði svo ég er glöð með það því engu var pakkað í þessa “mini” tösku með það í huga að hún lenti í “belly” á flugvél. Sem sagt, aldrei í tengiflug ef ég kemst hjá því.

Verð skemmtilegri á morgun, lofa því.

Góða helgi öll.

Fært undir Blogg. Engin ummæli »

Endalaus rigning.

Þá er ég búin að vera heima í 2 daga,sá þriðji að hefjast. Það hefur rignt nær stanslaust síðan ég kom, reyndar verið hlýtt. Í dag er spáð 20C en rigningin er hundleiðinleg. Fékk sem sagt nóg af henni á Íslandi. Svo töpuðu Íslendingar fyrir Spánverjum í fótboltanum á rennblautum velli, nánar eins og tjörn, í gærkveldi. Hundfúlt. Ég var bjartsýn og sagði að völlurinn kæmi Ísl. til góða því þeir væru svo vanir að leika í rigningu sem veslings Spánverjarnir eru ekki. En,nei það gekk ekki upp. Maður leiksins var tvímælalaust markmaður Ísl. Fréttamenn spænska sjónvarpsins gátu ekki hætt að hrósa snilld drengsins, sem hann átti 100% skilið. Svo ég byrja daginn frekar neikvæð sem auðvitað gengur ekki, síst fyrir tvíbura.

Hér sit ég á sloppnum og sötra tebolla númer tvö. Komin tími til að taka næsta skref, koma sér í föt og vinna hér heima fram undir hádegi lalla síðan á skrifstofuna. Eins og ég hef lofað mun ég blogga um Íslandsferðina, ég bara hef ekki haft tíma. Bý hann til á næsta sólarhring. Ég hef verið að læra markmiðssetningu og hvernig maður á að ná markmiðum sínum svo nú er Íslands blogg markmið næstu 24 tíma. Hvernig ég nálgast það verður svo minn skóli. Eigið góðan dag!!! 

Fært undir Blogg. 1 ummæli »

Komin heim!!!

Þetta er prufa til að sjá hvort búið er að loka á mig því ég hef ekki bloggað í mánuð.

Saga Íslandsferðarinnar kemur í kjölfarið.  

Fært undir Blogg. 1 ummæli »