Ráðhúsið

Fimmtudagur og ég sit fyrir framan Ráðhúsið eins og alltf þegar ég er við tölvuna á skrifstofunni. Þórey svaraði skrifum mínum í gær og spurði hvort það, Ráðhúsið væri ekki ljót bygging. Gaui hefði sagt sér það þegar verið var að byggja húsið. Nei,þetta er hin skemmtilegasta bygging, reyndar finnst mér það fallegt. Það hefur bara einn galla sem er að sólin endurkastast frá gluggum þess í augun á mér fyrst á morgnanna. Við  hér á Benidorm vorum mjög ósátt við þessa byggingu í upphafi, aðallega þar sem hún er staðsett í stærsta skrúðgarðinum hér og fólki fannst skömm af því að taka svo stóran hluta garðsins undir þetta minninsmerki borgarstjóra. Nú eru allir sáttir og glaðir með glerhöllina. Garðurinn er góður fyrir minnismerki, hljómleikasvæðið í garðinum heitir eftir Julio Iglesias og þarna má finna minnisvarða af ýmsum toga.

Annars er ég hálf döpur.  Æskuvinur minn lést um daginn, sem mér finnst óréttlátt, við erum enn svo ung. Síðan var spænska þjóðin slegin í gær þegar fréttir bárust af því að yngsta systir erfðaprinsessunnar okkar hefði fundist látin á heimili sínu aðeins 32 ára. Nú bíðum við öll eftir formlegri tilkynningu frá hirðinni um dánarorsök. Svo var í fréttum í morgun að kona var myrt í gær af fyrrum sambýlismanni sínum, var það 8 konan á  árinu sem er rétt að byrja.

En lítil vinkona okkar á eins árs afmæli í dag. Til hamingju Katla mín.

Fært undir Blogg. 1 ummæli »

Hugleiðing á sólardegi.

Miðvikudagur og sólin skýn. Hitamælar sýndu 18C þegar við fórum til vinnu í morgun.

Ráðhúsið okkar fallega (minnisvarði hægrimanna) er baðað sól og fánarnir sem þar eru fyrir utan blakta mjúklega. Þeir verða enn á sínum stað þegar vinstri menn sigra borgina í maí. Nú þykir nokkuð ljóst að PSOE, sosiallista flokkurinn muni vinna. Þá verður kátt í höllinni. En hófleg bjartsýni borgar sig, svo ég er ekki farin að kæla kampavínið.

Fanginn sem ég sagði ykkur frá um daginn, liggur nú bundin í rúmmið og nærður með slöngum. Þó auðvitað yrði ódýrara að láta hann deyja þá er það ekki fallega gert. Hann fær þó mannúðlega meðferð, eftir að hafa tekið líf  25 manns.

Ég keypti mér kjól í gær fyrir fermingu Hjörleifs frænda míns. Hann verður fermdur 25.mars og ætla ég að heiðra hann með nærveru minni. Kem til landsins 1.mars og fer til baka 26.mars. Mikið verður gaman að sjá alla, unga og gamla. Það hefur fjölgað  svo í fjölskyldunni sl. ár.

Nú ætla ég að skreppa í kaffi. Setjast út í sólina og horfa á mannfólkið.    

Fært undir Blogg. 1 ummæli »

Sunnudagur og enn rignir.

Þá er komin sunnudagur og ný vika að hefjast. Hér rignir enn, reyndar bara það sem á íslensku heitir úði, en blautt engu að síðu. Sama spá á morgun. Ég er enn ekki farin að fá Binna til að hjálpa mér að setja inn mynir af barnabörnunum en það verður á næstu dögum. Ég er með svo dásamlegar myndir af þeim.

Gummi minn svaraði skrifum mínum um stjórnmál og biður mig lengst allra orða að skipta mér ekki af stjórnmálum á Íslandi þar sem ég sé svo löngu burtflogin. Ég get að mörgu leiti skilið rök hans og gæti hugsanlega tekið þau til greina. Annars er mér bara ekki sama við hvaða kjör barnabörnin mín alast upp við. Og mér finnst tími til komin að Íslendingar fari að vernda þetta stórkostlega fallega land sitt. Nógu illa fara önnur lönd með síðar auðlindir. Nóg um það.

Við hjónin áttum dásamlegan dag í gær. Gabriel kom frá Madrid í fyrrakvöld og í gærmorgun stakk hann upp á að við eyddum deginum í Alicante??? Ég greip tækifærið, við höfðum jú ætlað á útsöluna hjá El Cort Inglés, sem er stórt magasin, eins og Selfridges ofl. Við byrjuðum á því að borða hádegismat og síðan hófst gangan um verslarninar, þær eru þrjár við sömu götu. Héldum svo heim undir kvöld með fulla poka af fatnaði ofl. Fórum m.a. í “Gourmate” deildina þar sem við keyptum lúxusvörur eins og kaffibaunir fyrir kaffivélina sem við fengum í jólagjöf. Það er engin smá vél. Hún malar baunirnar fyrir hvern bolla og svo er bara hægt að biðja um það sem hugurinn girnist. Allt sem þarf að gera er að setja bollan á sinn stað og ýta svo á takka, vilji menn hins vegar cappochino þarf að hita og freyða mjólkina með sérstöku apparati, en það er nú engin vinna. Í sömu deild keyptum við líka ólívu olíu, sér valda eftir kúnstarinnar reglum og hún er pökkuð í fallega járn “dós” eins og fínt áfengi. Það fylgir í boxinu sérstakur tappi sem setja á í flöskuna eftir að hún hefur verið opnuð. Bara eins og flottasta koníak. Mér var hugsað til þessarar olíu í morgun þegar ég helti extra virgin olíu yfir brauðið mitt. Þið vitið kanske ekki að hér er ekki notað smjör, við hellum ólífuolíu yfir brauðið, enn ein ástæða þess hvað hjarta og kransæða sjúkdómar eru í lágu hlutfalli hér. En olían fína sem við keyptum í gær fer með mér til Íslands þar sem ég ætla að gefa hana.

Gabriel eldaði í hádeginu í dag einn af mínum uppáhaldsréttum, upprunnum í Alcoy, hans heimabæ. Drukkum gott rauðvín með. En áður en við settumst við mtarborðið kláruðum við loks herbergið sem ég hef áður minnst á og beðið hefur síðan ég kom frá Kanari. Svo var bara að horfa á sjónvarpið eftir matinn. Spánverjar eru svo skemmtilegir, þ.e. sjónvarps stöðvarnar, þeir eru alltaf með tvær bíómyndir á sunnudags eftirmiðdögum.  Svo “heima er best” hefur verið okkar í dag.

Datt í hug að deila með ykur einu af mínum heilræðum, auðvitað fengið lánað frá útlenskri konu, en sígilt.

Fortíðinni færðu ekki breytt, en daginn í dag geturðu eyðilagt með áhyggjum af framtíðinni.

Gleðilega vinnuviku.

Fært undir Blogg. Engin ummæli »

Tæknin og ég.

Er búin að eyða löngum tíma í að reyna að setja myndir inn á síðuna, árangurslaust. Bíð eftir Binna til að hjálpa mér seinna í dag.

Fært undir Blogg. Engin ummæli »

Dapur dagur

Jæja ég komin með flensu. Þó fór ég í flensu sprautu í haust. Annars er þetta nú bara smá kvef, næganlegt til að sötra heittt kakó með rommi, það á að bæta allt,(og er svo ljómandi bragðgott).

Annars er það helst að frétta að sólin hefur skinið í dag eftir að hafa verið frá störfum í heila viku. Ég var/er með áhyggjur af tómata plöntunum mínum, þær þurfa sól svo grænu tómatarnir verið rauðir. Alveg eins og við mannfólkið sem verðum rauð í sólinni aður en brúnkan kemur. Vonandi fæ ég tómata í salatið um helgina,það er svo mikið af þeim á plöntunum. Þetta eru sherry tómatar og þeir bestu í heimi.

Það hefur bara rignt heilan helling, svo að svefnherbergis loftið okkar gaf sig. Reyndar hrundi það ekki yfir okkur, en dágóður bútur gaf sig og  vatn flæddi inn. Þetta kemur frá íbúðinni fyrir ofan okkur. Vegna byggingarlags hússins (tröppubygging) þá eru svalir íbúðarinnar fyrir ofan, þakið á svefnherberginu okkar og svölunum utan við það. Þarna uppi er nánast aldrei neinn maður, þau búa í Madrid og koma nokkrum sinnum á ári yfir helgi. Þó er ekki nema 3 1/2 tími í bíl á milli. Allavega, okkur grunar að niðurfall hafi stýflast af gróðri og auðvitað leitar vatnið sér farvegar en hefði ekki þurft að opna herbergisloftið mitt. Hetjan í húsinu, Gabriel er búin að vera á kaupstefnu í Madrid alla vikuna, kemur í kvöld. Hann talaði við þetta ágæta fólk og það lofar að koma nú um helgina og ath. sín mál. Svo er þetta auðvitað bara tryggingarmál. En það hefur hreint ekki verið gaman að sofa við þetta drip,drip,drip allar nætur,og ekki verið vær svefn. Kanske er kvefið bara komið af þessu. Sem betur fer hefur bóndinn sloppið við þetta, hann var jú á hóteli í höfuðborginni. 

Annars er ég hálf andlaus núna. Engin af öllum áskrifendum mínum hefur haft athugasemd við bloggið um pólitíkina sem ég tek sem 100% samþykki. Ef ekki, þá farið að láta heyra frá ykkur.

Fært undir Blogg. Engin ummæli »