2 dagar.

Ekki hef ég nú staðið mig sem skildi í blogginu, en ástæða þess er að ég er í önnum við að leggja síðust hönd á allt hér áður en ég fer. Hef bara morgundaginn til að klára. Dauðkvíði fluginu því heilsan hefur ekki verið eins og best er á kosið, en áður en ég veit af verð ég þó komin á leiðarenda.

Á morgun er það hárgreiðslustofan, síðan snyrtistofan, þá skrifstofan…

Hlakka til að sjá ykkur öll.

Kem úr 22C í frostið. OPS…

Sjáumst. 

Fært undir Blogg. 1 ummæli »