Það er hlýtt í dag, ég er búin að fara í hádegismat og borðaði lítið!!! Jóna Helga vinkona mín skammaði mig fyrir að hafa borðað pasta stuttu fyrir svefninn sl.sunnudag. Ég veit að það er ekki holt og afleitt fyrir megrunina. Í kvöld lofa ég að borða helst ekkert nema þá Special K, en það þekkja örugglega allir á Íslandi.

Í gær boðuðum við meiriháttar breytingar á skrifstofu Espis. Tilfæringar, nýjar áherslur og vinnuaðferðir. Ég var gerð að skrifstofustjóra (húrra) og ný starfskona ráðin sem við bindum miklar vonir við, enda þekki ég hana sem frábæran vinnukraft. Hún vann með mér í fyrrasumar. Sem sagt, ég er hér með opinberlega hætt að starfa sem farastjóri  og fer að lifa eðlilegra lífi. Það er heill bunki sem ég sakna úr farastjórn, farþeganna mest af öllu, en það kemur örugglega annað í staðinn. Til dæmis get ég skroppið að heiman þegar mig langar til, sofið heila nótt, því enginn er neyðarsíminn á náttborðinu. En mikið hef ég átt góð og skemmtileg ár. Heilsan er samt eitthvað sem ég þurfti að taka tillit til.

Kem eftir 9 daga og er komin með mjög bókaða dagbók. Merkilegt…

Daníel og Sigga létu frá sér músina. Daníel fór með krílið út í móa og sleppti henni þar. En, enn er nóg af músum í Stykkishólmi hafi einhver áhuga.

Þetta er nú bara eins og kakkalakkarnir okkar hér, reyndar safna ég þeim ekki í kassa og fóðra þá, en þeir trufla mig ekkert. 

Skemmtið ykkur vel í dag/kvöld. 

Fært undir Blogg. 2 ummæli »