Helgin búin.

Jæja þá er helgin að vera búin, sunnudagskvöld og komið að svefntíma. Við höfum haft góða en annasama helgi. Félagslífið blómstrað. Í gær borðuðum við með vinum okkar óvenju seint, hádegismatur kl. rúmlega 16.00. Venjulega borðum við hann milli 14,00 og 15,00. Síðan vorum við boðin við opnun veitngastaðar í Albir, íslensk vinkona okkar að opna Mexikanskan stað. Í dag voru það heimilisverkin,skrifstofuvinna og svo skelltum við okkur í bíó, sáum mjög góða mynd sem á íslensku myndi heita Sjónhverfingarmaðurinn, eða El Ilusionista, mynd sem er fræg og gerist í Austurríki fyrir löngu. Síðan fengum við okkur pasta á góðum ítölskum veitingastað.                       

Ég hef auðvitað fylgst með því sem er að gerast á Íslandi og hjá bloggurum eru heitar umræður um “klámráðstefnu” sem  haldin verður í byrjun mars. Ég ætti auðvitað að aflýsa ferð minni í mótmælakini, en hef þó tekið ákvörðun um að láta þessa samkomu ekki trufla heimsókn mína. Ég hef reyndar mjög sterkar skoðanir á þessum málum, en er löngu búin að læra að það eru mörg sjónarhorn sem ber að virða og því hættulegt að alhæfa. Gleymum ekki að þó það sé óhuggulega mikið af mannsali og mafíustarfsemi í þessum iðnaði, þá er líka fólk sem vinnur við þetta eingöngu fyrir ánægjuna og peninga. Ótrúlegt en satt.

Langar einhvern í gælumús??? Daníel og frú vöknuðu nótt eina um daginn við mikinn atgang í húsinu. Var þá ekki komin inn húsamús lítil og sæt. Heimiliskötturinn sem fæddur er og uppalinn í borginni vissi ekki hvað hann átti að gera við þetta litla kríli og áleit músina leikfang. Daníel bjó um ósærða músina í pappakassa þar sem hún fær mat og ástúð, nú vita þau ekki hvað ber að gera, ekki lifir hún úti í kuldanum í Stykkishólmi og myndi því leita aftur inn í þeirra hús eða annarra. Svo spurnigin stendur, langar einhvern í gælumús? Áhugasamir gefi sig fram við mig.                                            

Nú stefni ég á rúmmið því það er annasöm vika framundan og svo er ég komin til Íslands eftir 10 daga. ÚPS… 

Fært undir Blogg. 2 ummæli »