Tíska og fatanúmer.

Ég veit að ég bloggaði í dag, en nú er ég ein heima (bóndinn á fundi) og mundi að ég ætlaði að vera búin að segja ykkur hvað ég er stolt af Spánverjum þessa dagana. Í oktober s.l. þegar tískusýningarnar voru í Madrid og Barcelona, var ákveðið að setja reglur um þyngd sýningarstúlkna. Kom þetta í kjölfar mikilla umfjöllunar um heilsufar þeirra svo og dauðsfalla af völdum átröskunar. Þessu var vel tekið og fleiri þjóðir gerðu eins. En nú hafa Spánverjar tekið stærra skref. Eftir áramótin var samþykkt reglugerð sem krefst þess að sýningarfólk nái ákveðnum líkams stuðli til að fá að ganga plankana. Sama reglugerð bannaði stúlkum undir 14 ára aldri að vinna sem sýningarstúlkur á sýningum tískuhúsanna og undir 16 ára mega ekki vinna eftir miðnætti. Það sem meira er, í landi vínmenningar er bannað að hafa vín þar sem stúlkurnar/drengirnir halda til og skipta um föt. Nú má eingöngu hafa ávaxtadrykki og hollt snakk. Allir vita jú að kampavín hefur verið orkudrykkur þessa fólks í gegnum árin. Heimildir um það má m.a. finna í bók Maríu Guðmundsdóttur fyrrum fegurðardrottningar. En Spánverjar létu þetta ekki duga, ef grunur leikur um að sýningarstúlka sé haldin átröskun skal henni strax vera komið til hjálpar, þetta er á ábyrgð umboðs skrifstofanna. OG áfram hélt það. Nú er öllum fataframleiðendum skilt að fara eftir stöðluðum stærðum(eins og í gamla daga) 38 er 38 en ekki eins og verið hefur að hægt var að skjóta sér á bak við ítalskar, franskar…stærðir, eftir allt er lítill sem enginn munur á konum þessara landa. Allar gínur tískuvöruverslananna skulu vera í stærð 38. Nú er stór tískusýning í Madrid og hefur sjónvarpið verið að tala við tískuhönnuði ofl. um þessar reglur. Það gleðilega er að allir hafa líst yfir ánægju með að kominn sé “stuðull”. Sama gerðist þegar reglugerðin var samþykkt, fataframleiðendur glöddust og sendu frá sér tilkynningu þar sem þessu var fagnað. Svo vonandi verður farið að taka betur á þessum málum.                             Að ég svo tali nú ekki um líta-aðgerðirnar. En sleppum því, hver veit nema ég eigi eftir að fara í lyftingu og allt í lagi með það því ég er ekki lengur undir 30. Læt ykkur vita ef af verður.

Fært undir Blogg. 1 ummæli »

Hamingja.

Þriðjudagur og ég vaknaði við fuglasöng. Glugginn við rúmmið mitt stóð opinn og hlýr andblær barst inn. Ég hafði vaknað um miðja nótt til að opna gluggann, allt of heitt inni. Þetta hefur verið ótrúlegur vetur, tvær vikur með rigningu og svala. Þetta á við hér á Benidorm, annars staðar á landinu hefur fólk fundið meir fyrir vetri. Ég læt klukkuna hringja kl.07,00 og hef því leyfi til að liggja og hlusta á fuglana og gjálfur hafsins í hálf tíma áður en ég fer á fætur. Í morgun varð mér hugsað til setningar sem ég las fyrir stuttu,

Engin af skyldum okkar er jafn vanrækt og skylda okkar til að vera hamingjusöm”.

Robert Louis Stevenson (fæddur 13. nóvember 1850, dáinn 3. desember 1894) skoskur rithöfundur.

Mikið er þetta rétt. Við gleymum allt of oft hvað gerir okkur hamingjusöm, og að vinna að hamingjunni. Að vakna við fuglasöng og sjávarnið, að ganga um febrúar-dag eins og í dag, sólin skýn og hitinn er 23C. Fólk á ströndinni og ferðamenn ganga um berir að ofan. Heilsan í lagi og fjölskylda og vinir á Íslandi bíða eftir mér!!! Hvílík hamingja. 

En hamingjan er hverful, af og til víkur hún fyrir systur sinni, óhamingju. Við erum þess svo meðvituð hér á Spáni þessa dagana. Ég sagði frá því í bloggi  hér um daginn að yngsta systir erfðaprinsessunnar okkar hefði dáið rétt rúmlega þrítug. Hún lét eftir sig 6 ára dóttur. Dánarorsök var sú að hún tók inn stóran skammtaf af geð og deyfilyfjum. Slíkt hlýtur að vera hverri fjölskyldu mikill harmur, en kanske enn stærri þegar um er að ræða fjölskyldu eins og konungsfjölskylduna. Við búum jú í kaþólsku landi þar sem bannað er að gefa kirkjulega athöfn yfir þeim sem taka líf sitt og það er líka bannað að jarða viðkomandi í vígðri mold. Unga konan var kvödd í líkhúsinu þar sem eru kapellur og fékk síðan legu á landareign ömmu sinnar og afa í Asturias. Öll þjóðin hefur vitanlega fylgst með þessa viku og mikið hefur verið lagt á fjölskylduna. Beinar útsendingar og blaðaskrif. Í allri þessari óhamingju hefur fjölskyldan þó ljós að horfa til. Ungu ríkiserfingjarnir eiga von á dóttur númer tvö í maí.

Kosningaslagurinn fyrir bæjarstjórnar kostingarnar í maí hófst opinberlega í gær með byrtingu framboðslista flokkanna. Ég hef verið viðriðin málefni útlendinga búsettra hér og hef nú ákveðið að taka mun meiri þátt í bæjar pólitíkinni en áður. Er þó ekki á framboðslista.

Annars er lífið bara dásamlegt hjá okkur, megrun okkar hjónanna gengur vonum framar og við klæðumst björtum litum.

Takk fyrir góðar hvatningar því mér finnst gaman að vera í návígi við heimaslóðirnar á þennan hátt.

Eina sorg mín í dag er að Hrafn Jökulsson er hættur að blogga. Ástin tók völdin í lífi hans. En ég mun jafna mig og samgleðst honum auðvitað. 

Fært undir Blogg. Engin ummæli »