Laugardagskvöld.

Sæl öll sömul.

Ég sé á heimsóknum á bloggið mitt í dag það sem ég óttaðist. Engin nennir að eyða frítíma í heimókn,geymið það þar til þið mætið í vinnuna á mánudaginn. Sussum svei… Eins gott að atvinnuveitandinn viti ekki af því hvað þið gerið í vinnutímanum.

Héðan er það helst að frétta að veturinn kom og fór. Í dag var 24C og spáð hækkandi hitastigi. Annars fengum við ofsa rok í nær tvo sólarhringa, Gabriel þurfti að fara upp úr rúmminu um miðja nótt og bjarga hlutum sem voru á ferð og flugi á veröndinni okkar. Það var þó ekki eins mikið og hefði geta orðið því ég hafði fyrr um dginn tekið postulíns og leir diska ofl. niður af veggjum þar sem farið var að hvessa verulega,meir að segja voru tómatarnir farnir að detta/fjúka af plöntunum. Svo kom hitinn í kjölfarið. Eina vandamálið við svona vetur er að maður veit aldrei hvernig ber að klæða sig. Fyrst á morgnanna getur verið svalt svo maður fer í sokkabuxur undir síðbuxurnar, stuttermabol undir þykka peysu,jakka eða jafnvel úlpu. Um hádegi er maður síðan að gefa upp öndina af öllum þessum klæðnaði. Sumrin eru betri að því leiti að maður fer eins lítið klæddur út á morgnanna og mögulegt er því við vitum jú hvað verður heitt.  En úlpuna mína nýju kem ég með til Íslands, hárauð með pallíettum og semiliu-steinum.

Alltaf jafn gaman að fyllgjast með pólitík á Íslandi að ég tali nú ekki um hrillinginn sem maður les á mbl.is. Meðferðar og betrunar stofnanir sem eftir lýsingum að dæma gætu allt eins verið fangabúðir í stríðshráðum löndum. Og  það sem tók nú steininn úr í fréttum vikunnar. Ungur maður dæmdur fyrir morðtiraun, hafði nálgast einstaklinga á netinu af því hann langað svo að drepa mann!!!!!! Ekki veit ég hvernig foreldrar og aðrir umjónarmenn barna og ungmenna eru vöruð við netinu á Íslandi, en það get ég sagt ykkur að hér eru geysi sterkar sjónvarps auglýsingar sem ætlaðar eru til að vekja fólk til umhugsunar um það sem fram fer á netinu.

Við hjónakorninn keyptum okkur 32″ plasma sjónvarp í dag. Ekkert smá flott. “Gamla”sjónvarpið var hætt að vilja sýna okkur DVD myndir. Við keyptum líka sérstakt apparat, lítið box, sem búið er að finna út að íbúar Villa Marina þurfa svo þeir geti horft á sjónvarp svo vel sé. Það er svo mikið af fjarstýringum sem fylgja að Gabriel tekur varla siesta næstu viku,hann verður upptekinn í að læra á tæknina. Við sáum 4 stöðvar í gær,í dag sjáum við 17+leikja prógram. Ég er að hugsa um að stofna saumaklúbb, þannig hef ég þó einhvern til að tala við. Þetta er ekki brandari. Saumaklúbbar eru besta uppfinning sem ég þekki. Örugglega miklu betri en kvennfélög. Ég er stolt af því að tilheyra enn tveim saumaklúbbum á Íslandi þrátt fyrir 14 ára fjarveru+svo auðvitð uglunum sem er mjög sérstakur klúbbur. En klúbbarnir mínir eru orðnir gamlir, sá eldri (kjarninn) 39 ára og hinn 35 ára. Uglurnar sem stofnaðar voru í kjölfar námskeiðs 15 Íslendinga til norður Svíþjóðar og finnska lapplands 1987 að mig minnir. Sem gerir okkur 20 ára. Við erum 5 mjög klárar konur sem skemmtum okkur vel saman þegar við hittumst. Þetta vantar mig hér, klúbb kvenna sem hægt er að fara með í leikhús, verslanir og  þannig. Hér eigum við fullt af kunningjum sem við borðum með úti og þar er mjög gaman. En mig vantar þennan “kontakt” við konur sem eru tilbúnar að eyða saman kvöldstund við prjóna eða spjall, nú eða faraí leikhús. Hér er lífið bara svo mikið öðruvísi en mjög kermmtilegt engu að síður.

Ég hringdi í íþróttaálfinn Óskar Marinó í vköld en hann var ekki heima. Ég ætlaði að segja honum að nú er komin Sureman mjólk,og Mikka mús mjólkí búðir hér, það er líka komið ýmislegt annað til að hvetja börn til hollra matarvenja. Skildi íslenski íþróttaálfurinn hafa haft þessi áhrif???

Þar sem sonarsonurinn ÓM var ekki til staðar hringdi ég í sonardótturina og saung fyrir hana litla lagið sem við eigum saman. Það er sama lag og við Óskar Marinó áttum og eigum, lagið sem segir börnunum hver er í símanum. Lagið sem þau vonandi mynnast þegar þau stækka.

Ég gæti skrifað mikið meir, en Gaui sonur minn sagði um daginn að ég mætti ekki skrifa of langt mál því þá nennti engin að lesa það. Hefur einhver skoðun á því????

Á morgun förum við á uppáhalds veitngastaðinn okkar í Alicante að borða hádegismat með enskum vinum okkar sem eiga hér hús. Við munum borða hrísgrjóna súpu með fullt af fiski og sjávardýrum. Himneskt.

Hlakka til að heyra frá ykkur öllum.

Fært undir Blogg. 1 ummæli »