Hugleiðing á sólardegi.

Miðvikudagur og sólin skýn. Hitamælar sýndu 18C þegar við fórum til vinnu í morgun.

Ráðhúsið okkar fallega (minnisvarði hægrimanna) er baðað sól og fánarnir sem þar eru fyrir utan blakta mjúklega. Þeir verða enn á sínum stað þegar vinstri menn sigra borgina í maí. Nú þykir nokkuð ljóst að PSOE, sosiallista flokkurinn muni vinna. Þá verður kátt í höllinni. En hófleg bjartsýni borgar sig, svo ég er ekki farin að kæla kampavínið.

Fanginn sem ég sagði ykkur frá um daginn, liggur nú bundin í rúmmið og nærður með slöngum. Þó auðvitað yrði ódýrara að láta hann deyja þá er það ekki fallega gert. Hann fær þó mannúðlega meðferð, eftir að hafa tekið líf  25 manns.

Ég keypti mér kjól í gær fyrir fermingu Hjörleifs frænda míns. Hann verður fermdur 25.mars og ætla ég að heiðra hann með nærveru minni. Kem til landsins 1.mars og fer til baka 26.mars. Mikið verður gaman að sjá alla, unga og gamla. Það hefur fjölgað  svo í fjölskyldunni sl. ár.

Nú ætla ég að skreppa í kaffi. Setjast út í sólina og horfa á mannfólkið.    

Fært undir Blogg. 1 ummæli »