Dapur dagur

Jæja ég komin með flensu. Þó fór ég í flensu sprautu í haust. Annars er þetta nú bara smá kvef, næganlegt til að sötra heittt kakó með rommi, það á að bæta allt,(og er svo ljómandi bragðgott).

Annars er það helst að frétta að sólin hefur skinið í dag eftir að hafa verið frá störfum í heila viku. Ég var/er með áhyggjur af tómata plöntunum mínum, þær þurfa sól svo grænu tómatarnir verið rauðir. Alveg eins og við mannfólkið sem verðum rauð í sólinni aður en brúnkan kemur. Vonandi fæ ég tómata í salatið um helgina,það er svo mikið af þeim á plöntunum. Þetta eru sherry tómatar og þeir bestu í heimi.

Það hefur bara rignt heilan helling, svo að svefnherbergis loftið okkar gaf sig. Reyndar hrundi það ekki yfir okkur, en dágóður bútur gaf sig og  vatn flæddi inn. Þetta kemur frá íbúðinni fyrir ofan okkur. Vegna byggingarlags hússins (tröppubygging) þá eru svalir íbúðarinnar fyrir ofan, þakið á svefnherberginu okkar og svölunum utan við það. Þarna uppi er nánast aldrei neinn maður, þau búa í Madrid og koma nokkrum sinnum á ári yfir helgi. Þó er ekki nema 3 1/2 tími í bíl á milli. Allavega, okkur grunar að niðurfall hafi stýflast af gróðri og auðvitað leitar vatnið sér farvegar en hefði ekki þurft að opna herbergisloftið mitt. Hetjan í húsinu, Gabriel er búin að vera á kaupstefnu í Madrid alla vikuna, kemur í kvöld. Hann talaði við þetta ágæta fólk og það lofar að koma nú um helgina og ath. sín mál. Svo er þetta auðvitað bara tryggingarmál. En það hefur hreint ekki verið gaman að sofa við þetta drip,drip,drip allar nætur,og ekki verið vær svefn. Kanske er kvefið bara komið af þessu. Sem betur fer hefur bóndinn sloppið við þetta, hann var jú á hóteli í höfuðborginni. 

Annars er ég hálf andlaus núna. Engin af öllum áskrifendum mínum hefur haft athugasemd við bloggið um pólitíkina sem ég tek sem 100% samþykki. Ef ekki, þá farið að láta heyra frá ykkur.

Fært undir Blogg. Engin ummæli »