Hvað ber að kjósa?

Jæja þá er komið að því.

En hvar skal byrja? Ég sótti um endurnýjunar kostningarrétts til Hagstofu Íslands nú í vetur. En ég átti rétt á því þar sem ég hef búið meir en 8 ár frá landinu góða. Auðvitað gerði ég þetta einungis fyrir vini mína í Samfylkingunni, vinna átti þjóðna. (Taldi ég) Ég er jú búin að vera félagi í Samfylkingunni frá stofnun, án þess endilega að vita hvað þau vildu.  En þetta eru jú vinir mínir úr Reykjavíkurlistanum ofl. Ég tók mjög virkan þátt í stofnun hans og er stolt af. Þetta var eitthvað skemmtilegasta tímabil æfi minnar og mun taka mikið pláss í æfisögunni verði hún rituð.

En hvað nú? Eftir að ég varð háð blogg síðum mbl.is hef ég kynnst ýmsu góðu fólki sem ekki allt er í framboði fyrir eða kýs Samfylkinguna. Eftir að hafa kynnt mér fleiri öfl varð ég ákveðin í að nú skildi kjósa Vinstri Græna, þau eru með alvöru mál í gangi.

Geysist ekki þá framm á völlinn sveipaður silfri Egils, lærifaðir minn í stjórnmálum,sjálfur Jón Baldvin Hannibalsson. Hann hefur engu gleymt, svo mikið er víst.

Ég man þá tíð er ég ung kona sat opinmynnt og hlustaði á meistarann. Svo nú eru góð ráð dýr. En kostningar eru jú ekki á morgun,þó ég þurfi að kjósa mun fyrr en þið sem sitjið á Íslandi. Því veldur auðvitað fjarlægðin. Utankjörstaðar atkvæðin.

Sú var nótt fegurst þegar ég gekk út úr Ráðhúsinu við tjörnina, húsi Davíðs, eftir að hafa verið innilokuð frá því snemma kvölds við talningu atkvæða. Reykjavíkurlistinn sigraði borgina. Þá var Reykjavík böðuð morgunsól og fáir á ferli. Hvílik tilfinning að ganga heim á Óðinsgötuna þar sem allir voru í fasta svefni.

Ég er sem sagt ekki búin að gera upp hug minn,enda von á fleiri framboðsflokkum.

Það eina sem mig langar að segja við fjölskyldu og vini sem hafa ekki enn séð í gegnum X-D, vilduð þið hafa 63 Árna Jonsen á þingi?

Baráttukveðjur til ykkar allra hvar sem þið standið.