2. Jóladagur og við í vinnunni.

Gleðileg jól.

Við áttum yndislegt Aðfangadagskvöld heima með strákunum og vinahjónum okkar Lovísu og Ingimar. Mikill og góður matur og allir fengu góðar gjafir. Ég fékk m.a. 3 íslenskar bækur svo það verður nóg að gera við lestur. Í gær lágum við fyrir framan sjónvarpið mest allan daginn. Gabriel átti vinnupartinn eins og ég hef bloggað um og þurfti hann að fara tvisvar út til að hleypa fólki inn í íbúðir. Og nú á annan dag jóla er skrifstofan opin. Reyndar ætlum við að loka á hádegi því lífið er hægfara hér í dag. Í kvöld borðum við svo öll hjá Lovísu og Ingimar, íslenskt hangikjöt, laufabrauð ofl. nammi.

Veðrið er fínt, í gær skein sólin allan daginn og við kveiktum aldrei á hitanum því það var svo hlýtt, í dag er sólarminna en mjög gott veður.

Vonandi hafið þið það öll jafn gott og við hérna megin.

Fært undir .

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.