Afmæli litla bróður.

Þórður litli bróðir minn á afmæli í dag. Til hamingju brósi. En það sem er skemmtilegt við daginn er að ég yngdi drenginn um heil 10 ár. Viðskiptavinur kom á skrifstofuna í morgun og sagði okkur m.a. að hann ætti afmæli, við auðvitað óskuðum honum til hamingju. Ég, full af stolt sagði; bróðir minn á afmæli líka, hann er 45 ára í dag. Ég er eldri sagði maðurinn. Guðjón Óskars. var á skrifstofunni og sagði; Kristín!!! ég leit á hann og sá að hann var eitthvað spaugilegur á svip. HVAÐ! Er bróðir þinn 45 ára í dg? spurði hann. Já…æi nei, hvað er ég gömul, þá kom það. Litli bróðir er 55 ára í dag. Ég er samt eldri sagði viðskiptavinurinn. Hvernig stendur á því að þegar maður eldist gleymir maður tölum? Mér þótti svo eðlilegt að hann væri 45 ára, eftir allt er ég 25.

Ragna “mágkona” hringdi í mig í dag. Hún er að kafna í vinnu og jólastressi. Ég horfði út um gluggann á Ráðhúsið, jólatréð, hringekjuna og skautasvellið og hugsaði, mikið erum við heppin hér að jólastress er óþekktur hlutur. Helst er að stress finnist fyrir 6. janúar þegar alvöru jólin eru haldin hér, þá skiptist fólk á gjöfum og haldin er mikil veisla um allan bæ. Vitringarnir fara á úlföldum um bæinn og dreyfa sælgæti til hægri og vinstri. Jólagjafir barnanna eru ekki frá mömmu og pabba, afa og ömmu eða Gunnu frænku, allar eru þær frá “kóngunum”, þ.e. vitringunum 3.

Er á leiðinni heim að klára jólakreytinguna. Mikið sem þetta tekur langan tíma, en það er trúlega af því hér er ekki stress:-)

Fært undir .

2 ummæli við “Afmæli litla bróður.”

 1. Sigga systir; ritaði:

  Hæ snúlla… ég vissi það alltaf að ég væri bara 18 enda yngst okkar systkina. En svona annars, rosalega líður tíminn.
  Hvað jólastressið varðar þá hefur það alveg farið fram hjá mér þetta árið eftir að ég gerðist “skólastelpa” að nýju.
  Aðalspennan var í kringum prófin en það er svo skemmtileg spenna hún heldur manni barið við efnið. Guðjón minn ásamt krökkunum sá alveg um að gera fínt með ljósum og kertum í byrjun aðventu. Laugardaginn fyrir fyrsta sunnudag í aðventu var ég allan daginn í skólanum að “læra” og þegar ég kom heim með fullan haus af stærðfræðiformúlum beið mín sannur jólaandi því þau voru búin að gera svo fínt til að koma mér á óvart. :)
  Og svo er það bara kærluleysið uppmálað í litlu systur nú á að skella sér til Köben með familíin í fyrramálið.
  Sendi þér línu þaðan og bestu jólakveðjur til ykkar allra…..
  “litla systir” :) :)

 2. Þórður Bergmann ritaði:

  Sæl systir.
  Bestu þakkir fyrir afmæliskveðjuna.
  Bið kærlega að heilsa þér og þínu fólki og óska ykkur öllum gleðilegra jóla og nýs árs, sjáumst vonandi á Spáni á því næsta.
  Kveðja, Þórður