1.desember.

Ég sit við skrifborðið á hótelherberginu okkar og vinn á tölvuna. Til hliðar við mig er stór gluggi sem opnar mér útsyni yfir til Gamla Stan, eyjunnar þar sem Stokholmur var upphaflega reyst. Þar stendur konungshöllin hæst og út frá torginu sem liggur við hana eru þröngar steinilagðar götur með dásamlaga fallegum húsum. Jólamarkaðurinn var byrjaður á torginu þegar við komum fyrir viku og erum við búin að heimsækja hann nokkru sinnum og kaupa smotterí. Það er örstutt fyrir okkur í Gamla Stan svo og miðbæinn, brúin yfir vatnið er hér fyrir utan og ég horfi á fólk og bíla ferðast yfir hana þar sem ég sit hér.

Við höfum átt dásamlegan tíma þessa daga. Hvílt okkur vel, gengið mjög mikið, aðeins kíkt í búðir,, en bara aðeins, setið á kaffihúsum og verið með vinum. Gummi sonur minn millilenti hér á þriðjudaginn var, á leið sinni til Lettlands og kom inn í borg til að hitta okkur, það var mjög gaman. Ásdís vinkona mín og maðurinn hennar hann Demir hafa verið mjög dugleg að gefa okkur af tíma sínum, en þau hafa mikið að gera þessa dagana. Demir er hjartaskurðlæknir sem snéri sér að hárígræðslu og eiga þau og reka Clinik hér. Þau eru að flytja clinikina þessa dagana svo það eykur á annríki þeirra. En það kom ekki í veg fyrir að við erum búin að vera heima hjá þeim, við Ásdís áttum stelpukvöld í bænum á þriðjudagskvöldið meðan Gabriel var á námskeiði og við erum öll búin að borða saman úti ásamt sonum þeirra tveim en einkadóttirin var á skólaballi. Við heimsóttum vinnustaðinn og sáum m.a. hvernig ígræðsla fer fram, vorum þó ekki viðstödd, heldur sáum það á myndum og hittum sjúkling sem var í græðslu, en það er heill dagur sem sjúklingurinn er á clinikinni. Svo eru þau farin að vinna með Bótox, þannig að konur streyma til þerra í fegrunaraðgerðir, þannig að næst þegar ég kem ætlar Demir að hafa Bótox sprautuna tilbúna fyrir mig. Komin tími til að láta fylla í hrukkur!!!

Ástu og Gullí sem unnu með mér á Flugleiðum hittum við en Ágústa sem einnig var góð vinkona á þessum árum er stödd erlendis svo ég hitti hana bara næst.

Dagurinn í dag er dekurdagur hjá mér. Gabriel fór kl. 07.00 í morgun í köfun og kemur ekki fyrr en um kvöldmat. Ég er búin að láta renna í bað og ætla að fara að skríða ofan í og njóta mín. Leggjast svo í rúmmið með bókina mína. Kanske fer ég út að ganga seinna í dag eða kanske bara sef ég. Búin að kaupa dagatala kerti og sænskan jólasveinakertastjaka til að setja kertið í og ætla að kveikja á því í kvöld, brenna 1. des. Á morgun er svo meiningin að vera á jólatorginu í gamla bænum og taka þátt í aðvetnukomunni. Það eru víða tónleikar ofl. á fyrsta sunnudegi í aðventu.

Góða helgi.

Fært undir .

Ein ummæli við “1.desember.”

  1. Dísa ritaði:

    Þetta er eins og vera í ævintýri að lesa kannski af því að jólin og það sem fylgir þeim eru heilmikið ævintýri. Njóttu þess sem eftir er af ferðinni, við ætlum á Austurvöllin á morgun þegar kveikt verður á Oslóartrénu.